Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1922, Page 1

Skinfaxi - 01.12.1922, Page 1
12. liLAI) KLVK.IAVIK, DESEMliER 1922. XIII. AR Hættan. Síðan Spánarvínunum var hleypt inn í landið, hefir drykkjuskapur stórum aukist, sem við er að búast, einkum í kaupstöðum og sjávarþorpum. Sorg- legast er, að það er aðallega unga fólk- ið, sem drekkur einna mest. það er upprennandi æskulýður landsins, sem aldrei hafði bragðað áfengi fyr en Spánarvínin komu til sögunnar, og hefði aldrei bragðað vín, ef ekki hefði verið opnaður farvegvir áfengisins inn í landið. Hér er stór hætta á ferðum, og er auðsætt að hverju stefnir. það þarf ekki að vænta þess, að fullorðinsár þeirra manna verði hamingjusöm, sem falla fyrir áfengisfreistingunni á bezta skeiði æfinnar, meðan þeir eru að þroskast og búa sig undir lífið. Æsku- mennirnir, sem nú eru að verða drykkjumenn, skapa sér óglæsilega framtíð. Ifaldi menn áfram ofdrykkj- unni til fullorðinsáranna, verkar óregl- an frá þeim aftur niður á við til æsku- lýðsins. þannig gagnsýrist þjóðin af of- drýkkjuplágunni áður en hún veit af. það gagnar lítið að standa á verði fyr- ir sterkara áfengi, sem bannað er að flytja inn í landið, það siglir alstaðar í skjóli Spánarvínanna, í fölskum um- búðum. Seinni villan verður því verri hinni fyrri. Með sölu Spánarvínanna er óbein- línis vegið að ungmennafélagsskapnum. Honum er gert erfiðara að starfa að áhugamálum sínum, og breiðast út um landið, því að hann hefir algert vín- bann í skuldbindingu sinni. þess hefir gætt innan félagsskaparins, að áfeng- isnautnin hefir lamað svo viljaþrek einstakra ungmennafélaga, að þeir hafa gefist upp á því, að starfa að fé- lagsmálum. pá hefir það og komið fyrir, að unglingar hafa gengið frá, að skrifa undir skuldbindingu ungmennafélag- anna, vegna Spánarvínsins, og fundið það með sjálfum sér, að þeir mundu ekki geta staðist áfengisfreistinguna. þetta er illa farið, en öðrum verður ekki um það kent en þeim, sem leyfa innflutning á áfenginu inn í landið. Ef hver einasti ungmennafélagi gerð- ist drykkjumaður, þá mundi fara svo, að félagsskapurinn legðist niður. þjóð- in seldi hann þá fyrir áfengi. I stað- inn fyrir starfandi ungmennafélög fengi þjóðin áfengisílát, sem yltu bæ frá bæ og sveit úr sveit, þjóðinni til skammar og háðungar, í augum er- lendra þjóða, eins og átti sér stað hér á landi fyrir nokkrum áratugum síðan. Innflutningsleyfi spönsku vínanna mun jafnan verða talinn blettur á ís- lenzku þjóðinni. Hún mun lengi bera kinnroða eftir þann snoppung, sem hún hefir gefið sér með sölu þeirra í landinu. ])að þarf ekki að brýna ungmenna-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.