Skinfaxi - 15.05.1923, Blaðsíða 7
SKINFAXI
i5
I milliþinganefnd þessa voru kosnir:
Helgi Daníelsson Björk, síra Gunnar Bene-
diktsson Saurbæ og Halldór Guðlaugsson,
Hvammi.
Stjórnarkosning fyrir næsta ár:
Héraststjóri Jón Sigurðsson frá Dagverðar-
eyri.
Ritari Þormóður Sveinsson. Akureyri.
Féhirðir Jóh. Jónasson, Akureyri.
Varastjórn: Héraðsstjóri Halldór Ás-
geirson, Akureyri.
Ritari Kristján Karlsson, Akureyri.
Féhirðir Þorsteinn Þorsteinsson, Akureyri.
Endurskoðendur voru kosnir:
Ilalldór Guðlaugsson, Hvammi.
Jakob Frímannsson, Akureyri.
Til vara : Guðm. Jónsson, Eyrarlandi.
Kr. Karlsson Þorm. Svemsson
(forseti) (ritari)
Sambandsmerki,
Margir ungmennafélagar liafa mikinn hug
á því, að gert verði sambandsmerki handa
U. M. F. 1. Var þessu máli hreyft fyrir
alllöngu og gerðar frummyndir af merkinu,
en þær unnu ekki hylli fjöldans. Flestar
raddir þögnuöu um þetta mál og ekkert
varð að framkvæmdum, um nokkurra ára
skeið. Nú er þessi merkishugmynd endur-
fædd, og þykir ýmsum þörf á því, að hún
verði framkvæmd. svo fljótt sem auðið er.
Þó mun mega fullyrða, að skoðanir manna
séu enn sem fyr sundurleitar. Einn vill
þesss gerð merkisins, en annar liina. Það
er varla ofmælt, þó sagt sé að margir líti
svo á, að þetta sambandsmerki verði eitt
hið ljósasta tákn um smekkvísi, glögg-
skygni og markmið íslenskra ungmenna-
félaga. Það á að verða þeirra riddaraskjöld-
ur og sannarlega munu flestir telja vel
þess vert að til hans sé vandað. Þess
vegna er það hin mesta goðgá að hrapa
að þessu ráði. En samdandsstjórn þarf aö
gera alt, sem gert verður til að styðja var-
anlegan sigur málsins, og hann mun fást
með því, að sem flest og fjölbreyttust sýn-
ishorn af merkinu verði send frá ýmsum
félögum allra landsfjórðunga, Væri t. d.
æskilegt að ein slík frummynd bærist sam-
bandsstjórn, frá hverju héraðssambandi.
G. D., einn af sambandsstjórnarmönnum,
hefir borið fram tillögu um þetta mál, og
geta menn lesið um hana í grein hans,
hér í blaðinu. Eyfirðingar hafa sent mynd
af þeirri merkisgerð, sem þeir vilja nota.
Það ættu fleiri að gera.
Ef ungmennafélagar hafa almennan á-
huga fyrir þessu máli, hljóta margar til-
lögur að koma fram um það. Þegar þær
hafa borist til sambandsstjórnar, hlýtur hún
að semja áætlun um gerð merkisins, verð
þess og útsölu. Áætlunin þarf að leggjast
fyrir næsta satnbandsþing, og má þá ætla
að það yrði auðgert fvrir þingið að af-
greiða málið á hagkvæman hátt.
G. B.
Þú.
Sambandslög U. M. F. í. mæla svo
fyrir, að allir ung'mennafélagar skuli
,,þúast“. Löngum hefir félagsmönnum
þótt erfitt að framfylgja þessu
ákvæði, og það að vonum, þar sem
„þéringar“ eru svo rótgrónar hér á
landi, sem raun ber vitni. Sumum
finst það ókurteisi, og í meira lagi
móðgun við sig, ef þeir eru ,,þúaðir“.
Einkum eru sumir kaupstaðabúar slæm-
ir með þetta. Ef félagsmaður veit ekki
fyrir frarn deili á þeim manni, sem
hann talar við, má hann búast við að
mæta óbótaskömmum og fyrirlitningu
hjá honum, sé hann ,,þúaður“ og er
ekki ungmennafélagi.
íslendingum í Ameríku hefir tekist
að leggja niður að „þéra“, það þekk-