Skinfaxi - 01.06.1923, Blaðsíða 2
i8
SKINFAXI
fyrirlestrum og samræðum um félagsmál-
efni þau er smátt og smátt urðu á dag-
skrá. Með þessu voru lagðir nýir vegir fyr-
ir hugsjónarríkan æskulýð. Hann hafði nú
fundið málefni til að fórna fé og kröftum
fyrir og með það fyrir augum reis hann
með djörfung gegn almenningsáliti samtíð-
ar sinnar. Þeir sem gagnteknastir voru af
þessum nýja eldmóði fundu nú þörfina á
að stofna félagsskap. Á skömmum tíma
höfðu þeir komið á fót ungmennafélögum,
málfundafélögum lestrarfélögum o. fl. Voru
félög þessi með ýmsu sniði, en markmið
þeirra allra var að koma fótum undir bróður-
legan félagsskap, sem inni að því að auka
og útbreiða þekkingu, samstarf og hvers-
konar menningu. Þannig voru þá skilyrði
og byrjunarvöxtur ungmennáfélagshreyf-
ingarinnar norsku, og sú hreyfing hefir
með tímanum orðið einstök í sinni röð.
Víða í löndum annara þjóða eru það ýms
félög æðri stéttanna er mest hafa unnið að
alþýðumentun. En í sveitum Noregs hefir
æskulýðurinn sjálfur tekist á liendur að
annast sín eigin fræðslumál, enda er alþýð-
ufræðslan í því horfi sem nú er, ávöxtur
hins frjálslynda félagsskapar æskulýðsins.
»En markmiðið«, segja þeir, »er ekki að-
eins að fræða. Þekkingin út af fyrir sig
er einn áfanginn á þeirri leið, er vér horf-
um fratn á. Markmiðið er að skapa lifandi
vilja i þjóðina. Vilji hennar er orðinn lam-
aður af margra alda viðjum. Honum þarf
að aukast svo ásmegin, að hann geti haf-
ið þjóðina til fullkomins stjórnmálalegs,
efnalegs og menningarlegs sjálfstæðis.
Og þegar svo langt er náð, getum við
ef til vill sagt, að ungmennafélögin okkar
hafi átt eigi all-lítinn þátt í að skapa frjálsa
þjóð í frjálsu landi«.
G. B.
Til Fjallkonunnar.
»Eitt er landið, ein vor þjóð«
elskar hún dalafriðinn.
Þar við heyrðum lóuljóð,
lækja- og fossaniðinn.
Þar við bernsku þekkjum hól,
þar er vorsins blíða;
miðnætur við sjáum sól,
svanir að vötnum líða.
Áttu dýran arrdans sjóð,
aldir þínar geymast.
Þú hefir sungið lífsins ljóð
— ljóð, sem aldrei gleymast.
Þrátt fyrir marga þraut og sár
þú hefir hlekki brotið.
Þú hefir meir en þúsund ár
þinnar tungu notið.
Þínir hraustu muna tnenn
inargt af Grettis orðum.
Þínar meyjar unna enn
eins og Helga forðum.
Þú hefir metið þrek og list,
þú átt kraft og vilja.
Þú hefir notið, þráð og mist,
þú hefir lært að skilja.
Hjá þér grói rós við rós;
ræktaðu þjóðar hjarta.
Sittu heil við sólar ljós,
sólareyjan bjarta.
Gráttu ekki glötuð spor,
glóir tímans stjarna.
Eilíft brosir andans vor
yfir vöggum barna.
Vertu frjáls sem vorsins blær,
vonin lifi og þráin.
Einhvern tíma andinn nær
yfir draumabláinn.