Skinfaxi - 01.06.1923, Blaðsíða 8
24
SKINFAXI
stofnum að hún geti sífelt blómgast og
þroskast til meiri fullkomnunar og bless-
unar fyrir land og lýð.
í sambandi við umræður um þessa skóla-
stofnunar hugmynd, kom fram sú uppá-
stunga að íþróttaskóli sá, er ungmennafé-
lögin hafa verið að bera fyrir brjósti og
safna fé til, mundi geta staðið og starfað
innan þessarar stofnunar.
U. M. F. »íslendingur« óskar þess að ung-
mennafélögin athugi og ræði þetta mál,
og ef þeim sýnist eins og því, að hug-
myndin sé nýtileg og framkvæmanleg, að
þau sýni það í verkinu.
Fréttaritarinn.
Ath. Þess skal getið, að þó Skinfaxi
flytji ofanskráða grein, þá skuldbindur hann
sig ekki til þess að fylgja því, að stofnað-
ur verði lýðskóli á Þingvöllum.
Bindindi.
011 þau ungmennafélög, sem eru innan
Sambands U. M. F. í. verða að undirrita,
í lögum sínum skuldbindingarskrá Sam-
bandsins, sem byrjar á þessa leið: »Vér
undirritaðir lofum því og leggjum við
drengsskap vorn, að meðan við erum í
félagi innan þessa sambands, skulum vér
ekki neita áfengra drykkja«. Samdandið
hefir þannig tekið bindindismálið sem fyrsta
mál á dagskrá sína, og þar af leiðandi
jafnan lagt alt kapp á að vinna fyrir það.
Spanska vínaldan, sem nú flæðir yfir land-
ið, er ungmennafélögum eitt hið mesta
áhyggjuefni. En jafnframt mun þeim ljóst,
að því meiri sem þörfin er þess betur skal
vinna. Það er því bein skylda, að mál-
gagn ungmennafélaganna leitist jafnan við
að efla bindindisstarfsemina, eftir bestu
föngum.
Íþróttamót. íþróttamót Borgfirðinga
verður háð i. Júlí næstkomandi. Borgfirð-
ingar hafa jafnan haft mikinn viðbúnað
fyrir íþróttamótum sínum, enda hafa þau
fengið einróma lof fyrir að vera einhver
besta sumarskemtun, sem hægt er að fá
hér sunnanlands. Fleiri hundruð manns
hafa hvert sumar notið gleðinnar á mót-
um þessum og svo mun enn verða.
Ritgerð.
Tryggvi Þó'rhallsson ritstjóri hefir nýlega
gefið út sérprentaða ritgerð um Brand
Jónsson Hólabiskup. Höf. minnist ættar
og uppeldis biskups og af þeirri greinar-
gerð verður það ljóst, að Brandur var vel
að heiman búinn, enda hlaut hann göfugt
hlutverk að vinna. »Hann er á sinni öld
hinni mesti mannasættir á íslandi«. Brand-
ur lifir alla Sturlungaöld, og lætur bæði
frændur og vini fyrir hamförum hennar.
Þetta verður meðal annars til að kenna
honum að þar sem guðslög og landslög
greinir á, eiga guðslög að~*ráða. Aðalefni
ritgerðarinnar er að sanna það að Brand-
ur sé upphafsmaður að kirkjusamþyktinni,
sem gerð var 1253, en það er kunnugt
að hún skapaði áhrifamikil tímamót í sögu
íslands. Ritgerð þessi varpar ljósi yfir
mjög þýðingarmikinn söguviðburð. Auk
þess er hún, fyrir margra hluta sakir, bæði
fróðleg og eftirtektarverð.
Ferðamaður. Stefán Hannesson, frá Litla-
Hvammi í Mýrdal, hefir ferðast nú í vor
fyrir stjórn U. M. F. í. Mun hann bráð-
lega gefa stjórninni skýrslu um ferðir
sínar.
Prentsm. Acta h.f. — 1923