Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1923, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.06.1923, Blaðsíða 6
22 S KINFAXI afl vitringa, sem hefir mótað heimspeki- kerfin, er setja snið á lífsskoðanir heilla þjóða og einstaklinga. Sterkasta afl lífrænn- ar náttúru er ímyndunaraflið. Sú er skoð- un sumra manna, að það geti ekki að eins flutt fjöll, heldur gert heigul að hetju og heimskingja að vitring. Ef vér látum efann ræna oss þessu ómissandi veganesti, er forsjónin gaf oss til fararinnar um jarð- ríki, þá lifum vér úr því á andlegum bón- björgum. Vér komumst þá á andlegan ver- gang og hjörum að eins á hugsanamolum, er falla af borðum hinna hugmyndaríku. (Framh.) K. M. Kold. Kold er fæddur 1816. Faðir hans var skósmiður í Tisted á Jótlandi. Snemma hneigðist hugur Kolds að uppeldismálum. Gerðist hann barnakennari, skömmu eftir fermingu, og hélt því starfi um nokkurra ára skeið. Því næst fór hann í kennaraskóla og útskrifaðist þaðan 1830. A þessum ár- um las Kold meira af þjóðlegum fræðum en alment gerist meðal danskra kennara, og varð þá einkum fyrir miklum áhrifum frá lýðfræðaranum Skræppenborg og danska þjóðskáldinu Ingemann. Hafði hann sér- staklega miklar mætnr á hinum sögulegu skáldverkum Ingemanns: »Valdemar Sejr«, og »Erik Menveds Barndom«, enda varð Kold mjög heillaður af hinu alkunna orð- taki Valdemars: »Það sem Danmörk var, skal hún aftur verða, því enn lifir andi feðranna«. Strax og Kold hafði lokið prófi, gerðist hann barnakennari, en auk þess safnaði hann til sín nokkrum ung- lingum og kendi þeim. Var kenslan mest fólgin í munnlegri fræðslu, fyrirlestrum og söng. Tók hann nú að hefja nýjar kenn- ingar um það, hvernig haga skyldi kenslu í barnaskólum. Honum þótti ýmsar hinar eldri skólabækur óhæfar, og vildi fá kenslu- aðferðum allmikið breytt frá því sem þá var. í staðinn fyrir þulunámið, átti hið lif- andi orð að bergmála frá sál til sálar. Það átti að vekja starfsþrá æskunnar og kenna henni að treystra sjálfri sér. Hann bjóst við að þessi aðferð mundi gefa ungu kyn- slóðinni meira viðsýni og gera hana sann- mentaðri. En þessum kenningum hins unga um- bótamanns var fálega tekið. Þær mættu all-hörðum andmælum og voru af ýmsum taldar hættulegar öfgar. Kold hlaut þann- ig að reyna hin sígildu sannindi þeirra frægu orða, að enginn er spámaður á ætt- landi sínu. Hann afréð því að kveðja Dan- mörku og réðst til fylgdar við danskan prest, sem um þessar mundir fór kristni- boðsferð suður til Smyrna. Þegar Kold fór af stað í þessa ferð, var það næst skapi hans að gerast trúboði í Litlu-Asíu, en Þegar hann kom suður þangað, sá hann að ekkert gat orðið úr því. Kold dvaldi nokkur ár í Smyrna, og átti þar jafnan við erfið kjör að búa. Þrátt fyrir það hugsaði hann mikið um uppeld- ismál, og þráði mjög ættjörð sína. Loks kom þar, að hann hafði safnað svo miklu fé, að hann sá sér fært að leggja af stað heim aftur. Sagt er að hann hafi verið tvo mánuði á leiðinni, sunnan frá Adríahafi og norður til Danmerkur. Fór hann fótgang- andi alla leið frá Triest til Leipzig. Þegar hann kom norður á Jótland, mætti hann gömlum vini sínum, sem spurði hann hvað- an hann kæmi. Hann svaraði: »Eg kem frá Smyrna og ætla til Tisted«. — Átt- haga þráin hafði borið hann heim. Ef til vill hefir Kold aldrei unnað þjóð sinni heitari en um það leyti sem hann kom heim úr þessari ferð. I hillingum vonanna sá hann Dani sem frjálsa og sannmentaða þjóð, í velyrktu og blómlegu landi, og það var hans heitasta þrá að fórna framtíðinni fyrir þessa hugsjón sína.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.