Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1923, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.06.1923, Blaðsíða 5
S KI N F A X I 21 Og þig langar til að liafa bréfið fallega stílað og fróðlegt. En þér er bezt að setj- ast ekki undir eins niður, til að pára hon- um nokkurar línur að gamni þínu, heldur skrifa fyrst nokkur orð á blað. Orð þessi eiga að vera eins konar fyrirsagnir þeirra atriða, er þú vilt gera að umtalsefni bréfs- ins. Þegar þú ert búinn að rita upp allar þessar fyrirsagnir, skaltu gefa þér tóm til að athuga þær, hverja útaf fyrir sig. Þar næst skaltu beina vilja og hug að undir- vitund þinni. En það er sú vitund, er starf- ar ekki í heilanum. Heimta þú af henni eins og þjóni þínum, að hún verði að vera búinn að því, einhvern tiltekinn tíma. Þér er bezt að efast ekki um, að henni sé þetta vinnandi vegur. En auðvitað verð- ur þér trauðla unt að komast hjá efanum, fyrst í stað. En þú skalt hætta að athuga um verkefni undirvitundar þinnar, er þú hefir sagt henni fyrir verkum. Þú skalt ekki fara til með henni; láttu hana eina um að leysa starfið af hendi. Það tefur fyrir smiðum að smíða, ef sá, er á að fá smíðisgripinn, er altaf að koma inn til hans og taka hlutinn úr höndum hans, til þess að skoða hann. Það má og líkja undirvitund þinni við jarðveg. Og hugsanabrotunum, sem þu færð henni, til þess að vinna úr, má þá líkja við frækorn, sem sáð er í jarðveginn Það er ekki hyggilegt að grafa upp fræ- korn þau, er eitt sinn hefir verið sáð í jörðu. Það tefur fyrir hinni tilvonandi jurt að vaxa. Og það mundi ekki verða nokk- ur von um vöxt hennar, ef frækornið væri, til dæmis grafið upp aðra hvora klukku- stundP Reyndu að hugsa það vel og vand- lega, er þú færð undirvitund þinni í hend- ur. Uppskeran er að miklu leyti undir út- sæðinu komin. Og gefðu því svo tíma til að festa rætur hjá henni og vaxa. Undirvitund manna getur verið mismun- and hraðvirk. Undirvitund skálda og hag- yrðinga er að öllum líkum ærið skjótvirk. Hún mun og vinna bezt meðan líkaminn sefur. Er það sökum þess, að hún verður þá ekki fyrir truflandi áhrifum. En hún getur unnið vel og dyggilega á daginn, ef heilavitund þín verður þá ekki til að trufla hana. Og ef þú þarft að láta hana létta undir með þér, er þú átt að semja erindi eða blaðagrein, þá þarf hún ekki lengri umhugsunarfrest en dægur. Auk þess getur hún unnið margt annað, er þér gæti að gagni orðið. En út í það skal ekki farið að sinni. — — — — Þú getur einnig kvatt hana til liðs við þig, er þú þýðir úr erlendum málum, Þá er þér nauðsynlegt að lesa það með eftir- tekt, er þú hygst að þýða. Skaltu nema staðar öðru hvoru í lestrinum, til þess að gefa undirvitund þinni tíma til að taka á móti skipunum þínum. Segir þú henni að tileinka sér það, er þú lest og skila því svo aftur í íslenzkum búningi, — og hon- um sæmilegum, er þú ferð að þýða. Efinn. Vera má að þér efist um, að hér sé um nokkura ráðlegging að ræða. Þér segið sem svo: »Þetta er ekki annað en ímyndun. Ef þetta virðist bera nokkurn ávöxt, þá er það ekki öðru að þakka en ímyndunaraflinu«. Og þetta er í raun og veru, hverju orði sannara. En er ekki öll hin andlega stat fsemin ímyndunarafli manna að þakka. Þeir menn, sem eru sneyddir öllu ímyndunarafli, ef nokkur maður er svo andlega volaður, þá getum vér verið viss- ir um, að þeir eru naumast til annars hæfir en að vinna líkamlega vinnu. Og það er meira að segja vafasamt, hvort þeir hafa verksvit. Þeir eru þá sem andleg- ar vatnstunnur. er skila aldrei meiru en því, sem á þær er helt, — og varla það, því venjulega leka þær miklu af því, sem í þær er látið. Það er ímyndunaraflið, sem hefir gert mennina að mönnum. Fyrir því eigum vér að leggja rækt við það. Það var ímyndunarafl uppfindingarmanna, er hratt af stað og hryndir enn þá hinni tniklu og vélrænu menningar framrás Vest- urlanda. Það er htð skapandi ímyndunar-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.