Skinfaxi - 01.06.1923, Blaðsíða 3
skinfaxi
19
Drottinn blessi íslenzkt orð,
æsku, þrek og gróður.
Þér eg unni ættarstorð
eins og barnið móður.
Hjaraudi.
Gróðurblettir.
Með línum þessum skal skýrt frá starf-
semi, sem að mörgu leyti er eftirtektar-
verð og eftirbreytnisverð, þótt hún sé fædd
og fóstruð fyrir utan takmörk okkar lands.
Mál það, sem hér er um að ræða, hafa
búnaðarfélög Danmerkur tekið á dagskrá
sína og fylgt fram til sigurs, á fleiri stöð-
um, með góðum árangri. Þótt verkefni
þetta virðist mikið skyldara starfsemi ung-
mennafélaganna og sé — að vísu í breyttri
mynd — á dagskrá þeirra, þá er hvatn-
ing sú, er búnaðarfélögin gefa hér með,
viðurkenning fyrir þeirri þýðingu, sem það
hefir, að æskulýðurinn noti tómstúndir
sínar til heilbrigðs starfs, til þess að auðga
sjálfan sig, jafnframt því sem hann eykur
lífsreynslu sína, þroskar hugsýnina og fær
útsýni yfir sviðið, þar sem meiri hluti
þjóðarinnar vinnur verk sín.
Búnaðarfélögin hafa á nokkrum stöðum
fengið bændur til að gefa þeim unglingum,
sem hjá þeim vinna, og eru á aldrinum
12—16 ára, leyfi til að rækta lítinn blett.
Unglingurinn borgar búanda lítilsháttar
upphæð fyrir áburð, útsæði, fræ, verkfæra-
lán, og ef búandinn lætur eitthvað annað
í té, sem krafist er til að ræktunin geti
orðið framkvæmd.
Unglingarnir ráða sjálfir hvaða nytjurt
þeir velja til ræktunar. Oftast eru það
kartöflur, eða önnur seljanleg jurt.
Ráðanautur búnaðarfélaganna fær upp-
lýsingar um stærð svæðis þess, sem rækt-
að er. Hann lýtur eftir hvernig verkið er
af hendi leyst og hvernig bletturinn er
hirtur á gróðrartímabilinu. Þetta gerir hann
þegar hann fer leiðbeiningarferðir sínar til
bænda. Skýrsla er færð yfir hve marga
tíma er unnið að þessu, og hve mikil upp-
skeran verður. — Unglingurinn gefur svo
búnaðarfélaginu skýrslu yfir starf sitt, á-
samt tekjureikningi. Félagið útbýtir verð-
launum til þátt-takenda fyrir starfið og fyr-
ir ritgerðir þær, sem þeir senda félaginu.
Nöfn þátt-takenda og hver verðlaun þeir
hafi fengið, sá eg að birt voru í ársriti
félagsins.
Eg vil nú leyfa mér að vekja eftirtekt
íslenzkra ungmennafélaga á því, hvort þau
sjái sér ekki fært að taka á dagskrá sína
líka starfsemi. Það er auðsætl, að hér eru
margir örðugleikar að yfirvinna, áður en
hægt er að fá hvern einstakan ungling,
á þennan hátt, til að taka þátt í því rækt-
unarstarfi, sem talsverður áhugi virðist. nú
vaktur fyrir, meðal búenda landsins. Skil-
yrðin frá náttúrunnar hendi eru þannig,
að í sumum árum getur árangurinn af
starfinu orðið lítill, þrátt fyrir það þó verk-
ið sjálft sé unnið með vandvirkni. Og að
sjá öfl náttúrunnar, ef til vill á einni stundu,
eyðileggja verk það, sem öllum tómstund-
um var fórnað til að vinna, getur haft
lamandi áhrif á áhuga viðkvæmra unglinga.
En það er þó trú mín að sú orka og
þrautseigja, sem er sérkenni íslenskra al-
þýðumanna, eigi ennþá svo djúpar rætur
í eðli þeirra, að það eitt nægði, til að allir
örðugleikar yrðu yfirstignir.
Hvernig þessu yrði fyrir komið, færi
eftir staðháttum. Ef ti) vill fer bezt á því
að fleiri unglingar vinni saman, ef strjál-
bygðin gerir það ekki óframkvæmanlegt.
Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu, að
helmingur ágóðans rynni í sjóð ungmenna-
félaganna, en unglingarnir fengju hinn
helminginn sem laun fyrir starfann.
Ungmennafélögin ættu svo að veita verð-
launagripi fyrir vel unnin verk, samkvæmt
dómi fróðra manna um þau mál.
Að mínu áliti hefði þessi starfsemi marga