Skinfaxi - 01.06.1923, Blaðsíða 7
SKINFAXl
23
En veruleikinn varð allur annar. Öll
sund virtust lokuð er til framkvæmdanna
kom. Og þegar Kold sá ekki fram á ann-
að en vonleysisvegi, afréð hann að fara til
Ameríku. Meðan hann var að undirbúa
þessa vesturför sína, gerðist hann hús-
kennari hjá presti nokkrum á Jótlandi.
En fyr en varði fékk hann ný áhuga
mál að vinna íyrir. Danir þurftu að verja
land sitt með vopnum, og Kold gerðist
sjáltboðaliði í stríðinu 1848.
Það er alkunnugt, að árið 1848 vakti
víðtækar byltingaöldur í flestum löndum
Evrópu, og hafði meðal annars mikil áhrif
á þjóðmál Dana. Þetta leiddi til þess, að
Kold eignaðist aftur vonina um að sér
mundi gefast færi á að vinna að uppeldis-
málum á fósturjörð sinni.
Nókkru áður en Kold fór til Smyrna,
hafði hann heyrt Grundtvig flytja fyrir-
lestra um lýðskólahugmyndir sínar. Seinna
hafði hann svo lesið bækur hans og orð-
ið mjög hrifinn af þeim. Langaði hann
nú mjög til að ná fundi þessa fræga manns.
P. K. Algreen, sem áður hafði verið kenn-
ari Kolds, fylgdi honum á fund Grundt-
vigs.
Þessir nafntoguðu skólafrömuðir ræddu
nú margt um lýðskólahugmyndir sínar.
Féllu saman skoðanir þeirra í ýmsum etn-
um, en þó ekki í öllum.
Grundtvig hjálpaði Kold til að safna
nokkru fé, og fyrir það fékk hann reist
skóla sinn í Ryslinge, haustið 1851. Árið
eftir flutti hann skólann til Dalby og loks
til Dalum. Þar dó þessi merki skólamaður
1870. Danir telja Kold einhvern raunsam-
asta sæmdarmann, sem þeir hafa átt, og
margir nefna hann meðal stærstu spámanna
Norðurlanda, enda hefir hann oft verið
kallaður Sókrates Danmerkur.
Grundtvig fann að Kold var maður, sem
hafði sótt þrek sitt og þolgæði í gegnum
margar eldraunir lífsins, en þó aldrei tap-
að af hugsjón sinni, þeirri, að reyna að
vekja þjóð sína. Þess vegna var það á
tjölmennu mó.ti í Höfn, þar sem Kold
hafði lofað að tala, að Grundtvig hafði
þennan formála fyrir ræðu hans: »Aður
en Kold tekur til máls, vil eg biðja hann
þeirrar bónar, sem eg aldrei fyr hefi beðið
nokkurn ræðumann, en hún er sú, að ætla
sér nógu langan tíma til að tala, því þessi
maður hefir þagað svo lengi, að eg er
sannfærður um, að hann hefir margt mikils-
vert að segja okkar. Við getum því vel
gefið okkur gott tóm til að hlusta«.
Nemendur Kolds mintust hans alla æfi
með ást og lotningu. Þó að hvorki gæti
hann heitið hálærður né afburðamælsku-
maður, ber samt öllum saman um, að hann
hafi verið einn af þeim fáu, sem hægt er
að kalla kennara af guðs náð.
Það var hans mikla ást á uppeldismál-
um og takmarkalausa fórnfýsi, sem olli
því, að minningin um kenslustundir hans
var sannkölluð lífsins dögg á hugarakri
allra þeirra, sem gerðust nemendur hans.
G. B.
Frá U. M. F. íslendingur.
Á fundi félagsins 1. apríl 1923, var til
umræðu Þingvallaskólamálið. Hugmynd sú
var í fyrstu runnin undan rifjum ungmenna-
félaganna, en er nú endurvakin og aukin
af séra Eiríki Albertssyni á Hesti, eins og
mörgum mun kunnugt af fyrirlestrum þeim,
sem hann hefir haldið í Reykjavík og víð-
ar, og síðar hafa verið gefnir út. (Kirkjan
og skólarnir)
Fundurinn aðhyltist hugmyndina og taldi
rétt og sjálfsagt að ungmennafélögin beittu
áhrifum sínum henni til eflingar með þjóð-
inni, svo hún mætti fá ást og traust á
skólastofnun á Þingvöllum, og síðan þegar
draumurinn er orðinn að veruleik, að þjóð-
in mætti þá standa svo þétt um þessa