Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1923, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.07.1923, Blaðsíða 2
34 SKINFAXI í fullu samræmi við þá staðhætti og þjóð- areinkenni, sem fyrir hendi eru. íslendingar eru byrjaðir á lýðskólastarf- semi sinni, enda er full þörf á því, eins og þjóðmálum okkar er nú komið í ýms- um greinum. Hitt er líka víst, að hér eru góð skilyrði fyrir lýðskóla, hvað snertir námfýsi þjóðarinnar. Margt er þó að at- huga í þessum efnum, og mun því ekki ofmælt þó sagt sé að hér sé að ræða um eitt hið stærsta vandamál þjóðarinnar. Má þvi síst af ö.llu rasa um ráð fram, heldur þarf að rökræöa ítarlega tillögur ýmsra manna, sem fram koma um þetta mál. G. 15. Útdráttur úr fyrstu þinggerð Héraðssatnbands Ung- mennafélaga Borgarfjarðar, er haldið var að Svarfhóli 26. og 27. mars 1923. A þinginu mættu 15 fulltrúar. Sambandið mynda eftirtöld 10 ung- mennafélög í Mýra- og Borgarfjarðarsýsl- um, sem áður stóðu saman um Ung- mennasamband Borgarfjarðar: U. M. F. »Brúin« í Hvítársíðu og Hálsasveit, U. M. F. Reykdæla í Reyk- holtsdal, U. M. F. »Dagrenning«, Lunda- reykjadal, U. M. F. »íslendingur«, Anda- kíl, U. M. F. »Haukur« Leirár- og Mela- sveit, U. M. F. Stafholstungna, Stafholts- tungum, U. M. F. Borgarhrepps, Borgar- hreppi, U. M. F. »'Skallagrímur«, Borgar- nesi, U. M. F. »Egill Skallagrímsson, Álftaneshreppi, U. M. F. »I3jörn Hítdæla- kappi«, Hraunhreppi. Samþykt var á þinginu : 1. Að halda íþróttamót í Þjóðólfsholti hjá Ferjukoti, og lielst fyrir slátt. Viðvíkj- andi reglu á mótinu var samþ. svohljóð- andi tillaga: »Til þess að gæta lagalegrar reglu á mótinu, sé myndaður löggæsluflokkur 11 manna, skal einn kosinn af hverju félagi, en foringinn ráðinn af stjórninni. Stjórnin skal jafnframt hlutast til um að hann öðl- ist þann fylsta rétt, sem unt er, til þess að starfa samkvæmt landslögum, og aug- lýsa þetta fyrirkomulag jafnframt mótinu. Um reglu á mótinu gildir að öðru leyti það fyrirkomulag, sem verið hefir«. 2. Iþróttakensla. Hafði stjórnin undir- búið það mál nokkuð. Svohljóðandi till. samþykt: »Þingið felur stjórninni að ann- ast íþróttanámsskeið á vori komandi, eftir því sem umræður benda til«. 3. Fyrirlestrastarfsemi. Samþykt svo- hljóðandi tillaga: »Þingið felur stjórninni að fá, ef þess er kostur, hæfan mann til að ferðast um meðal sambandsfélaganna og flytja fyrir- lestra, og telur heppilegast að það sé fyrri hluta vetrar. Ef kostnaður fer fram úr 100 kr., skulu félögin látin bera hann í hlutfalli við félagatölu«. 4. Lögin. Eftir að nefnd hafði athugað lög sambandsins, og þá sérstaklega frum- varp, sem stjórnin lagði fyrir þingið, var þeim vísað frá með svohljóðandi rök- studdri dagskrá: »1 trausti þess að næsta sambandsþing komi á skipulagi um heiti hinna nýmynduðu héraðssambanda, sam- kvæmt sambandslögum frá 1921, og með tilliti til þeirra breytinga, sem síðasti aðal- fundur U. M. S. B. gerði í þessa átt, sér þingið eigi ástæðu til nýrra breytinga, og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá«. Eftirfarandi tillögur ennfremur sam- þyktar: »Þing héraðssambands U. M. F. B. telur nauðsynlegt að athuga vel og reyna að koma lögum Ungmennasambands Is- lands í það horf, að sem mest samræmi geti verið í lögum hinna einstöku héraðs- sambanda, svo sem með heiti starfsmanna sambandanna o. fl. Og yfirleitt að undir- búa næsta sambandsþing svo, að sem best skipulag geti komist á ungmennafélags- skapinn í landinu. Enn fremur skorar þing héraðssambands U. M. F. B. á fulltrúa

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.