Skinfaxi - 01.07.1923, Blaðsíða 4
36
SKINFAXI
Skinfaxi
Utgefandi: Samb. Ungrnennafél. lslands
12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi
fyrir 1. júlí.
Ritstjórn, afgreiðsla og innheímta: Skin-
faxi Reykjavík Pósthólf 516.
voru að Sambandið héti: Héraðssamband
U. M. F. Vestfjarða, að réttur til fulltrúa-
kosningar á Héraðsþing sé I fyrir hverja
30 reglulega félaga eða færri, í stað 40
eins og áður var. Nokkrar smærri breyt-
ingar voru lagðar fram.
Breyt. samþ. með öllum gr, atkvæðum.
c. Glímubelti Vcstfjarða. Svohljóðandi
tillaga samþykt, framkomin frá allsherjar-
nefnd:
»Þar sem nefndin sér sér ekki fært að
ganga að þeim skilyrðum, sem eigendur
beltisins hafa látið í Ijósi að þeir mundu
setja, þá leggjum við til að um beltið
verði alls ekki kept eins og málið horfir
nú við.«
d. Fjallamót. Svohljóðandi tillaga sam-
þykt:
Fundurinn er hlyntur því að ungmenna-
félög Vestfjarða hafi fjallamót á komandi
sumri á sama stað og síðastliðið sumar,
hinn 15. dag júlímánaðar.
e. Heimilisiðnaður. Þessi till. samþykt:
Fundurinn telur sjálfsagt að ungmenna-
félög Héraðssambandsins vinni að eflingu
heimilisiðnaðarins með því að efna til nám-
skeiðs og sýningar á heimilisiðnaði. Einnig
að Héraðssambandið styrki félögin með
fjárframlögum. Skulu þau félög, sem eigi
hafa notið styrks áður, ganga fyrir öðrum
með hann.
f. Áætlun um tekjur og gjöld Héraðs-
sambandsins.
g. Tóbaksbindindi. Svohljóðandi tillaga
samþykt í einu hljóði:
Með því að þinginu er ljóst að tóbaks-
nautn er bæði óþörf og skaðleg, skorar
það á fulltrúa sína að beita sér fyrir tó-
baksbindindisstartsemi í félögunum, og
vera sérstaklega á verði gegn því að ung-
lingar venji sig á þessa skaðlegu nautn.
h. Bindindismál. Svohljóðandi tillaga
samþykt í einu hljóði:
Fundurinn er þeirrar skoðunar að hið
svokallaða »Spánarvín« hafi gert og geri
þjóðinni ómetanlegt tjón siðferðislega og
efnalega. Skorar hann því alvarlega á öll
félög á Héraðssambandssvæðinu að beita
sér öfluglega gegn áfengisnautn í umhverfi
sínu.
i. Stjórnarkosning. Stjórnin endurkos-
in í einu hljóði: Form. Björn Guðmunds-
son, ritari Bjarni ívarsson, féh. Kristján
Davíðsson. Varastjórnendur einnig endur-
kosnir: Form. Guðm. Jónsson frá Mosdal,
ritari Jens Hólmgeirsson, féh. Jóh. Davíðss.
j. Formaður mintist tveggja fjarlægra
sambandsfélaga, er hvorugt hafði getað
sent fulltrúa; ávarpaði síðan fulltrúana með
stuttri en ágætri ræðu, þakkaði samstarfið
og árnaði fulltrúunum og félögunum alls
góðs á komandi tíma, og sagði síðan slitið
II. þingi sambandsins.
Sungið: »Hærra minn guð til þín«.
Bjarni Ivarsson Elías Halldórsson
(ritarar)
Héraðsþingið
sóttu auk formanns 14 fulltrúar frá 9 fé-
lögum. Tvö þau fjarlægustu, »Unglingur«
og »Vestri« gátu ekki sent fulltrúa. Þingið
var sett með stuttri ávarpstölu frá for-
manni sambandsins og svo var sunginn
föðurlandssálmurinn »Faðir andanna«.
Þingstörfin voru unnin af mjög miklum
áhuga og samviskusemi. Ekki var hægt
að ljúka störfunum á tveimur dögum eins
og áformað var og stóðu því fundahöld
til kl. 12 á hádegi hins þriðja dags. U.
M. F. »Árvakur« hafði haft með höndum
allan nauðsynlegan undirbúning þingsins.
— Tóku þeir félagar fulltrúunum opnum
örmum og héldu okkur mjög ánægjulegt