Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1923, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.07.1923, Blaðsíða 6
38 SKINFAXI ustu aldar, sem lögðust á eitt,, þegar Borgfirðingum tókst að skapa samband með io ungmennfélögum, innan héraðsins. Þau vinna nú öll að því eina marki að samræma fegra og fullkomna það, sem þau áttu fegurst og best. I því skyni hafa þau lagt kapp á að bæta heimilisiðnaðinn og eignast góð bókasöfn. Andar Egils og Snorra svífa yfir Borg- firðingum. Hér eru þeir heillavættir, sem ekki benda mönnum út í bláinn, heldur leiða að ákveðnu marki, enda ber öllum réttsýnum mönnum saman um það, að Ungmennasamband Borgfirðinga hafi orðið eins konar alsherjarskóli, sem unnið hefir sveitinni ómetanlegt gagn. Mjög gætinn og athugull ferðamaður heimsótti fyrir skömmu ungmennafélagið »Dagrenning« í Lundarreykjadal. Eftir að hann hafði lokið miklu lofsorði á fram- kvæmdir »Dagrenningar«, lýsti hann félags- andanum á þessa leið: »Starfsáhuginn er ágætur. Flestum þykir vænt um félagið, öldnum jafnt sem ungum, bæði þeim sem í því eru og fyrir utan það. Það hefir gert stórgagn þarna í dalnum með því að móta hugsunarhátt fólksins og efla þannig samúð og félagslund. Samvinnuhugmyndir félagsmanna eru heilbrigðar og jjroskavæn- legar, enda tel eg framtíð félagsins örugga þrátt fyrir óhagstæða afstöðu, sökum strjál- bygðar«. Það mun mega segja eitthvaö þessu líkt um fjölmörg af ungmennafélögum landsins, þó ekki hafi verið hrópað hátt um afrek þeirra. Það hefir verið einn af þeirra stóru kostum, að þau hafa unnið hóglát í fjall- dalakyrðinni og þess vegna notið sín. Þau hafa skilið að góðar minningar er besti arfurinn sem hægt er að fá og vita að honum fylgir mikil ábyrgð. Hjarandi. Úr skýrslum U. M. F. í. U. M. F. Skeiðamanna hélt opinbera iðnsýningu 22. maí. Árið 1919 hélt það iðnsýningu innanfélags. Fór skemtiferð til Þrastaskógar. 30 félagsmenn slóu og rök- uðu í 6 klt., eina sumardagsnótt í ágúst, hjá bónda einum í hreppnum, sem varð fyrir veikindum. U. M. F. Biskupstungna, bygði hesthús hjá fundarstað félagsins 14X6 m. Hrepps- nefndin lagði til efnið. Liðlega 30 félags- menn slógu eina sumarnótt hjá bónda, sem hafði orðið fyrir veikindum. Fátæku heimili gefið 36 stykki af tatnaði, á jól- unum. Arið áður (1920) ræktaði félagið ^kraut- jurtir heima við bæi, í sveitinni. Eina sum- arnótt slógu 36 félagsmenn hjá 2 fátæk- um einyrkjum. Sumardaginn fyrsta gaf félagið fátæku heimili 30 stykki af íveru- fatnaði og rúmfötum. U. M. F. Drengur, Kjósars. fór eina skemtiferð inn í Botnsdal. U. M. F. Dagrenning, Borgarf. stóð fyrir sundnámsskeiði um vikutíma í sundlaug félagsins. Iþróttamót haldið innanfélags. Ein skemtun haldin. Jón Olafsson Foss, læknir, gaf félaginu 100 kr, til að koma upp jurtagarði við hús félagsins. Unnin 7 dagsv. við sundlaugina. Arið 1919 hafði félagið sundnámsskeið í viku, jDátt-takendur 17. Ein skemtisam- koma haldin. U. M. F. Reykdæla, Borgfj.s. hafði íþróttanámsskeið, einkum í glímu og sundi. U. M. F. Stafholtstungna, Mýras. hélt íjjróttasýningu og iðnsýningu innan félags- ins og veitti verðlaun. Arið áður hélt félagið íþróttanámsskeið 14.—26. júní. Nemendur 27. Kept í víða- vangshlaupi. Hafði íþróttasýningu við Norð- urárbrú 4. júlí. Ágóðanum af sýningunni varið til að steypa sundlaug handa félags- mönnum. U. M. F. Egill Skallagrímsson, Mýras.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.