Skinfaxi - 01.07.1923, Blaðsíða 3
S KINFAXI
35
sinn, að beita áhrifum sínum í þá átt á
næsta sambandsþingi að héraðssambönd
nefni sig ungmennasambönd þess héraðs
sem þau eru í.
5. Kosningar: Héraðsstjóri Magnús
Jakobsson, ritari Ari Guðmundsson, féhirðir
Kristján Guðmundsson.
Til vara: Héraðsstjóri Lárus Guðmunds-
son, ritari Björn Jakobsson, féhirðir Páll
Blöndal.
Endurskoðendur: Jón Snorrason, Jó-
hannes Jónsson.
Þingi slitið.
A. G.
II. ársfundur.
Bandalags U. M. F. Vestfjarða, var haldinn
að Isafirði dagana 27. og 28. marz 1923.
Gerðir fundarins:
I. Tillaga frá starfsmálanefnd, er skipuð
var þessum mönnum: Guðm. Jónsson frá
Mosdal, Stefán Pálsson, Þórður Hafliðason,
Björn Guðmundsson, Kr. Kjartansson.
a. Fyrirlestrastarfsemi. »Fundurinn fel-
ur stjórninni að útvega viðurkendan mann
til að flytja fyrirlestra á Bandalagssvæðinu,
á komandi ári. Skal hún í því efni snúa
sér til stjórnar Sambands U. M. F. I.
Einnig skal vinna að framkvæmdum
þessa á Bandalagssvæðinu og veita fé úr
Bandalagssjóði til fyrirlestra, Fyrirlesarar
skulu jafnframt starfa að útbreiðslu og
eflingu ungmennafélagsskaparins*.
Samþykt í einu hljóði.
b. Iþrótiir. Fundurinn skorar á stjórn-
ina að beita sér fyrir eflingu og útbreiðslu
skíðaíþrótta:
1. Með því að leitast fyrir um, hvar
hægt væri að fá best og ódýrast skíða-
efni.
2. Með því að leitast við að auka þekk-
ingu manna og æfingu á skíðaferðum.
3. Athuga hvort gerlegt muni vera að
koma á skíðamóti að vetri komandi.
Samþykt í einu hljóði.
c. Húsmœdranámskeid. Fundurinn tel-
ur sjálfsagt að haldið verði áfram að hafa
húsmæðranámskeið á vegum Bandalagsins,
fáist nægilegt fé til starfrækslunnar og fel-
ur stjórninni að sækja um styrk til ríkis-
sjóðs, Búnaðarfél. Islands, Búnaðarsam-
bands Vestfjarða og sýslusjóða á Banda-
lagssvæðinu.
Samþykt í einu hljóði.
d. Héraðsmótið. »Nefndin felst á að
U. M. F. »Arvakur« fái til afnota við
fþróttamót á þessu ári íþróttaáhöld og
tekjuafgang frá héraðsmóti Bandalagsins,
sumarið 1922, að upphæð kr. 248,70. Lán
þetta er veitt til eins árs rentulaust.
Samþykt í einu hljóði.
II. a. Allsherjarnefnd: Bjarni Ivarsson,
Kr. Davíðsson, Kr. Guðmundsson.
Svohljóðandi áliti frá nefndinni um erindi
séra Sigtr. Guðlaugssonar:
»Undirstaða undir allri sannri þroskun
er fyrst og fremst mentun og því auðsætt,
að þau félög, sem vinna aö því að þroska
og bæta kynslóðina þurfa á liðveislu menta-
stofnunar að halda. Sé slíkt menningar-
tæki ekki fyrir hendi, er allri framfaravið-
leitni hætta búin. Félög þau, sem starfa
að þroskun og framförum samtíðarmann-
anna, þurfa því að leggja alt kapp á að
mynda slíka stofnun. En sé hún áður til
þá að styðja vöxt hennar og viðgang.
Að þessu athuguðu og samkvæmt gjörð-
um síðasta Bandalagsfundar, þá skorar
fundurinn á öll félög innan Bandalagsins,
að gangast fyrir fjársöfnun á þessu ári,
til umbóta ungmennaskólans á Núpi, svo
sem með frjálsum samskotum innan félaga,
ágóða af skemtunum, hlutaveltum eða
öðrum fjáraflasamkomum. Ennfremur skor-
ar fundurinn á félögin að gera sitt ýtrasta
til þess að auka þekkingu á starfsemi
skólans og þýðingu hans fyrir sanna is-
lenska menningu.
Samþykt í einu hljóði.
b. Lagabreytingar. Helstu breytingar