Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1923, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.07.1923, Blaðsíða 7
S KI N F A X I 39 hefir styrk úr hreppssjóði til að halda uppi bókasafni og lestrarfélagi í sveitinni. U. M. F. Eldborg Hnappads. hafði sundnámsskeið frá 19. júní til 3. júlí. Nemendur 30. Leikmót haldið að Stóra- hrauni 14. ágúst. Arið 1919 kom félagið upp sundlaug, og stofnaði heyforðabúr. 20 félagsmenn unnu 5 klukkutíma einn sunnudag og höfðu 1 kaupamann í viku við heyskapinn. U. M. F. Bifröst, V.ísafs. fór skemtiferð með 3 öðrum U. M. F. til Ingjaldssands. Ein skemtisamkoma haldin. U. M. F. Saurbæjarhrepps Eyjaf. safnaði í berklaveikissjóð Norðurlands 140 kr. árið 1920. Arið áður seldi og lánaði fé- lagið 76 hesta af heyi úr forðabúri sínu. U. M. F. Garðarshólmi, V.Skapt. hélt 3 skemtisamkomur á árinu 1919. Og fór eina skemtiför til Seljalandsfoss. U. M. F. Vestri í Barðarstr.s. lét vinna 8 dagsv. við vegavinnu 1920. Stjórnaði söng í sóknarkirkjunni. Hélt fþróttanáms- skeið. U. M. F. Framtíðin. Húnavatnss. hélt 2 skemtisamkomur, aðra til styrktar hjúkr- unarfélagi í sveitinni. Félagið hefir stofn- að lestrarfélag og stendur fyrir því. U. M. F. Miðfjarðar-Skeggi Húnavatnss. hefir homið upp heyforðabúri og bygt hlöðu úr timbri er kostaði 1500 kr. I henni voru (1920) 50 heyhestaf. Félags- menn hafa heyjað sjálfir. Ein skemtun haldin, sundsýning og íþróttir. U. M. F. Laxdal, Húnv. lét vinna 8 dagsv. endurgjaldslaust hjá einum félags- manni að bæjarbyggingu. Það sem hér fer á eftir er eingöngu tekið úr skýrslum 1919. U. M. F. Bifröst, V.ísafjs. vann 4 dags- verk hjá fátækum og sjúkum bónda. Hélt iðnsýningu og knattspyrnumót í félagi við 4 önnur U. M. F. í Önundarfirði. U. M. F. Unglingur, Barðastr.s. hélt 2 skemtanir. Farin skemtiferð vestur í Hafra- fellsskóg. U. M. F. Hvöt, Árness. hélt 4 skemt- anir. Á einni þeirra var höfð útsala á nokkrum heimaunnum munum. Ágóðinn gefinn Landspítalasjóðnum. U. M. F. Hrunamanna, Árness. bygði sundlaug. 35 félagsmenn fóru skemtiferð til Þingvalla. Búinn til fatnaður og gefinn fátæku barnaheimili í sumargjöf. 2 skemt- anir á árinu. Leikinn sjonleikur. U. M. F. Fram, N.Múlas. héit skemti- samkomu 17. ág. I sambandi við hana var haldin sýning á heimaunnum munum. U. M. F. Máni, A.Skapts. hafði héraðs- samkomu 21. júní. Sýndar íþróttir. 2 félags- menn hlutu verðlaun. U. M. F. Valur, A.Skapts. hafði eina skemtisamkomu. U. M. F. Stokkseyrar, Árness. stofnaði til heimilisiðnaðarnámsskeiðs i4konurvoru þátt-takendur. Félagið stóð fyrir lestrar- félagi Stokkseyrarluepps, og kendi 18 drengjum glímur. U. M. F. Kári, V.Skapts. skaut saman IOO kr. og gaf þær fátækasta bóndanum í hreppnum, fyrir jólin. U. M. F. Framtíðin, A.Skapts. fór 26. júlí skemtiferð upp í Öræfajökul. Félagið stóð fyrir almennri skemtisamkomu í des. U. M. F. Egiil rauði, S.Múlas. hélt eina skemtisamkomu og sýndi íþróttir. Gaf 7 dagsv. til vegagerðar í hreppnum. Ástæða væri til að fara nokkrum orð- um um þessi störf félaganna, þó að ekki verði það gert í þetta sinn. Því verður ekkí neitað, að þar sem félögin í sveitun- um starfa með fjöri og áhuga hafa þau breytt hugsunarhætti manna stórkostlega. Þau hafa skapað félagsanda, samhjálp og samvinnu þar sem hún var áður lítil eða engin. G. I).

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.