Skinfaxi - 01.07.1923, Qupperneq 8
40
SKINFAXI
Fréttir
af U. M. F. í héraðssambandinu
»Skarphéðinn ■ .
U. M. F. Skarphéðbin. Tala félags-
manna er 32 og auk þess einn heiðursfé-
lagi. Félagið hefir haldið 6 fundi og rætt
þar, auk félagsmála, ýins önnur nauðsynja-
tnál eins og líftryggingar o. fl. Félagið
lét halda 3 fyrirlestra á sinn kosnað til
fræðslu um útlend og innlend málefni.
Ennfremur stofnaði það til ldutaveltu,
skemtana o. fl.
U. M. F- Eyrarbakka. Félagsmenn eru
114. Starfsemi félagsins var fólgin í funda-
höldum, þar sem rædd voru ýms mál,
svo sem heimilisiðnaður, bindindismál,
dýraverndun, trjá- og blómarækt og íþróttir.
Þrír fyrirlestrar voru fluttir um fræðandi
efni. Félagið gekst ennfremur fyrir iðn-
sýningu, sem haldin var á Eyrarbakka.
Það stofnaði einnig til handavinnunáms-
skeiðs. Sendi tvo menn á íþróttanáms-
skeiðið við Þjórsárbrú.
Félagið gefur út tvö blöð, »Geisla« og
»Stjörnu«. Félagsmenn iðkuðu margar af
hinum algengu íþróttum.
U. M. F. Hvöt í Grímsnesi. Félagið
telur alls 54 félaga. Starfsemi félagsins
var sem hér greinir:
Fundahöld. Voru þar rædd málefni sem
snertu starfsemi félagsins, ennfremur bornar
fram og ræddar spurningar heimspekilegs
efnis.
Félagið lét halda þrjá fræðandi fyrir-
lestra. — Af íþróttum, sem voru iðkaðar
innan félags, má nefna glímur, stökk og
hlaup. Iþróttir þessar voru iðkaðar á
sunnudögum að sumrinu og að vetrinum
á námsskeiði sem haldið var að Minni-
Borg. Ennfremur var lagað til á skóg-
ræktarbletti félagsins og hlúð að trjá-
plöntunum þar. Af öðrum framkvæmdum
má nefna söngnámsskeið sem haldið var
að Minni-Borg. Reist hesthús yfir 30 hesta
á fundarstað hreppsins. Haldin sýning á
heimaunnum munum. Haldnar skemtanir
og farnar skemtiferðir.
Tóbak.
Mörg ungmennafélög hafa, einkum á
síðari árum, stutt tóbaksbindindismálið.
Þau hafa því sýnt það í verkinu, að þau
skilja að tóbaksnautnin er einn af verstu
löstum þjóðarinnar. Það er bæði skömm
og hneyksli að skynbærir menn skuli sækj-
ast eftir því að gerast þrælar ástríðunnar.
Þeir, sem tóbaksins neyta, kaupa tækifæri
dýrum dómum, sem ekkert hafa annað að
bjóða en spilla heilsu manna. Það særir
líka heilbrigða sómatilfinningu að sjá menn
tyggja og svæla tóbak, eða troða því í
skilningarvit sín.
Alkunnugt er að íslenska þjóðin eyðir
árlega mörgum tugum þúsunda fyrir tó-
bakið, sem hún neytir. Má það heita ær-
ið dýrt lirís sem hún kaupir þannig á
sjálfa sig. Ungmennafélögin þurfa öll að
verða einhuga um það, að láta einkis
ófreistað til þess að losa þjóðina við þenn-
an ósóma.
Skýrslur.
Stjórn U. M. F. I. hefir sent skýrslu-
eyðublöð til allra ungmennafélaga á land-
inu. Ætlast er til að eyðublöð þessi verði
notuð við skýrslugerð næsta ár.
Sambandsstjórnin treystir því að öll ung-
mennafélög athugi og skilji hversu nauð-
synlegt það er að félögin sendi skýrslur
sínar á réttum tíma. Skrifið Sambands-
stjórn, ef þið fáið ekki skýrslurnar eða
Skinfaxa.
Sigurður Greipsson frá Haukadal hefir
unnið Grettisbeltið öðru sinni. Mynd af
Sigurði og ritgerð um beltisglímuna kemur
í næsta blaði.
Prentsm. Acta h.f. — 1923