Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 15.07.1923, Qupperneq 2

Skinfaxi - 15.07.1923, Qupperneq 2
42 SKINFAXI minna fram en ella mundi. Þó hefir Sig- urður í þessum Islandsglímum beitt bæði klofbragði og krækju til sigurs, svo að ég man, og einu sinni að minsta kosti gagnbragði, þegar hann var sjálfur að falli kominn á harðsóttum hælkrók, og það af slíku snarræði og hárvissri kunn- áttu, að ég hefi ekki séð betur af sér vik- ið í glímu. Það er annars um glímulag Sigurðar að segja, að ró og gætni einkennir hvað mest glímu hans. Hann á í því sammerkt við fleiri ágæta glímumenn. I vörn er hann þéttur fyrir og mjúkur í senn. Hann stend- ur prýðilega að glímunni, og þó að illa sé við hann glímt, en þó er hann mjög bragðvar. I sókn er hann hamhleypa á brögð, en þó einkum á hælkrókinn fræga; er þetta bragð Sigurðar ærið vígamannlegt og þó hið glæsilegasta, því að hverju bragði fylgir hann af frábærri prúðmensku. Þögull og hispurslaus gengur hann að leikn- um, og lætur ekkert raska ró sinni. Og Öll er glíma hans hin drengilegasta. Bestir glímumenn koma úr fjölmenni, svo sem von er á. Því að þar er helst völ keppinauta, margra og ólíkra. Sigurður Greipsson hefir iðkað glímur í Hafnarfirði um skeið fyrir nokkrum árum, undir hendi Bjarna Bjarnasonar, sýslunga síns, frá Auðs- holti. En síðari árin hefir hann orðið að láta sér nægja þá æfingu, sem föng voru á heima í sveit hans. Þeim mun betri er sig- ur hans og þeim mun meiri hróður héraði hans. Sigurður Greipsson er fæddur í Hauka- dal í Biskupstungum og uppalinn þar. Hann er nú 25 ára að aldri. Hann skortir 3 þuml. í 3 álnir á hæð. En myndin segir nokkurnveginn til um svip hans og vaxt- arlag. Honum er ekki krækt saman, og hann er vel limaður. Ekki veit ég afl hans, eða hvort það hefir verið tölum tal- ið. En sannað hafa það keppinautar hans, að eigi hefir honum orðið aflfátt í leik. Helgi Hjörvar. Skýrsla um allsherjar íþróttamót í Reykjavík 1923. 17. JÚNÍ. H á s t ö k k: 1. Ósvaldur Knudsen . . . 1,70 metr. 2. Kristján L. Gestsson .1,54 — 3. Huxley Ólafsson .... 1,44 — 800 metra hlaup: 1. Guðmundur Magnússon . . 2,12 mín. 2. Ingimar Jónsson.........2,12,8 —- 3. Geir Gígja..............2,13 — í s 1 e n s k g 1 í m a í f 1 o k k u m e f t i r þ y n g d : A. III. fl. að 60 kg.: 1. Guðjón Einarsson. 2. Ragnar Kristinsson. 3. Guðjón Ólafsson. B. II. fl. 60—70 kg.: 1. Þorsteinn Kristjánsson. 2. Steindór Valdemarsson. 3. Huxley Ólafsson. D. I. fl. yfir 70 kg.: 1. Eggert Kristjánsson. 2. Magnús Sigurðsson. 3. Ottó Marteinsson. 100 m e t r a h1a u p: 1. Kristján L. Gestsson.........12,4 sek. 2. Þorgeir Jónsson.............12,6 — 3. Huxley Ólafsson.............12,8 — 5000 metra hlaup: 1. Guðjón Júlíusson..........17,7 mín. 2. Ólafur Þorkelsson..........17,22 — 3. Geir Gígja.................18,50 —- Spjótkast báðar hendur samanlagt: 1. Lúðvík Sigmundsson . . . 51,55 metr. 2. Magnús Einarsson.........50,52 —

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.