Skinfaxi - 01.09.1923, Blaðsíða 5
inn því að skapa eitt eða annað'úr engu.
þess vegna er það, að kostir eða lestir
mannsins skapa oftast framtíð hans og
hann flýtur eða sekkur með þeim. En eg
held, að það frækorn, sem bezt hefir
verið hlúð að í sál mannsins, á meðan
hún var að þroskast, verði tryggasta
munablómið hans. En hvað er vega-
nesti ? Eitt hið bezta af því er s a k-
leysið. Þegar barnið fæðist, er það
saklaust. í hug þess er engin eyðandi,
deyfandi sorg. Engin spilt fýsn er farin
að sverta sálina. Sá sem á sakleysi
bernskunnar fram á fullorðinsárin, er
öfundsverður. Enginn getur hlúð betur
að því bezta í barnseðlinu en góð móðir,
og enginn getur útrýmt því betur en
móðir, sem ekki kann að ala upp barnið
sitt, og ekki nær til hljómþyðustu og
viðkvæmustu strengjanna í sál þess.
Eg fann einu sinni smásögubrot á
blaðsnepli. það var af dreng, sem var
að leggja af stað burt frá móður sinni.
Móðirin var fátæk af peningum, en
hún átti gott og hreint hjarta. Ilana
langaði til að gefa drengnum sínum eitt-
hvað í veganesti. Hún tók þá litla, rauða
rós, festi hana á barm hans og sagði:
„Eigðu þessa litlu rós og glataðu henni
ekki. Ilún á að minna þig á sakleysi
þitt.....“ Lengra gat eg ekki lesið, því
blaðið var rifið sundur. En ef drengur-
inn hefir varðveitt rauðu rósina, sem
honum var trúað fyrir, þá er eg viss
um, að hann hefir líka eignast annað
veganesti, sem hann í leit gæfunnar
hefir grafið upp úr sinni eigin sál, vega-
nesti, sem hefir gefið honum flugkraft
upp að hástóli gæfunnar.
pá vildi eg næst minnast lítið eitt á
s j á 1 f s v i i' ð i n g u n a, sem einn að-
alþátt veganestisins. Að virða sjálfan
sig er ekki hið sama og vera ,,montinn“.|
Sá sem virðir sjálfan sig af raun-
v e r u 1 e g u m kostum — hann er sann-
ur maðui'. En sá sem virðir sig fyrirl
ímyndaða kosti, er „montinn“. Hann er
ekki nema hálfur maður.
Iíugsið ykkur nú að drengurinn hafi
týnt rauðu rósinni sinni og með henni
sakleysinu og sjálfsvirðingunni. Hvað
kemur þá í staðinn ? Tilhneigingin til að
s ý n a s t í stað þess að v e r a.
það er alt of mikið orðið af þessari
menningarfroðu í heiminum. Fólkið
virðist hugsa of mikið um að elta tísk-
una. Hugsið ykkur nú að tískan sé ær —
feit og falleg. Oft verður að venja móð-
urlaus lömb undir lamblausar ær. þið
megið vera viss um, að það er langt um
auðveldara að koma veganestislausum
manni á spena tízkunnar en lambinu
undir ána. Maðurinn tekur spenann
sjáífur, en það gerir lambið ekki. En
lambið fitnar og þroskast af sinni fæðu,
í stað þess að maðurinn — þó hann elti
tízkuna og sjúgi með hugsunarlausri
græðgi — er ekkert feitari samt, fremur
en mögru kýrnar hans Faraós.
það er einn af ókostum manneðlisins,
að ganga hugsunarlaust fram hjá því
fullkomna, en staðnæmast frekar hjá
því, sem er aðeins til þess að horfa á
það. Ríkir menn og skartbúnir ná ósjald-
an mikilli lýðhylli, þó að þeir hafi ann-
ars fátt til síns ágætis. Iíeimskingjar
og lýðskrumarar hópast utan um þá og
hneigja sig fyrir innihaldslausu ytra
borði.
þegar við lítum fljótlega á einhvern
hlut, sjáum við auðvitað aðeins umbúð-
irnar. Séu þær glæsilegar, verður okkur
ætíð að dást að þeim. En áður en við
metum fegurðina eða sýnum henni lotn-
ingu, verðum við að athuga, hvort
ljóminn stafar frá innihaldinu, eða
hvort hann er aðeins hverfult geislabrot
frá grútarljósum hégómans.
■í Eg hefi nú nefnt sakleysið og sjálfs-
| vii’ðinguna sem veganesti. Sakleysið
Ihefir það gildi, að gefa manninum hlýj-
Sar og viðkvæmar tilfinningar, svo hann