Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1923, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.10.1923, Blaðsíða 2
58 S KIN F A X I skapur hér á landi. pess vegna eru verk- efni þeirra alstaðar og ótæmandi og öli stefna þau að einu og sama marki, þvi að bæta uppeldi þjóðarinn- a r. Öllum þeim, sem ekki er alveg sama um það hvort niðjgr þeirra verða frjáls ir menn eða þrælar ætti að vera það hæði Ijúft og skylt að styðja uppeldis- starfsemi ungmennafélaganna. Hér skal nú benl á nokkur uppcldisráð, sem hægi er að nota á komandi vetri. Málíundir ungmennafélagahljótr. að geta orðið eitt hið ágætasta uppeld- isráð. peir skerpa skilning og dómgreind unglinganna og kenna þeim að tala ljóst og skipulega. pað er því mikil nauðsyn að vanda vel til málefna og velja þau þannig að allir geti um þau rætt, kon- ur jafnt sem karlar. peir, sem þrosk- aðastir eru, eiga að velja málefnin og hef ja umræður. peir eiga einnig að leið- beina þcim, sem skemmra eru á veg komnir og sjaldan hafa átt kost á að sýna hvað i þeim býr. Málfundir ung- mennafélaga hafa verið fyrstu skólar margra, bæði hér á landi og í Noregi. end,a hafa margir játað að þeir eigi þeim mikið að þakka. peir hafa opnað hugi unglinganna og knúð fram starfsþrek og viljafestu, sem síðar hefir notuð ver- ið á leikvelli lífsins. F élagsblöðin eru þýðingarmik- ill þáttur í allri félagsstarfsemi. pau þarf að vanda sem best að öllum frágangi. Hér er mikil þörf á góðum leiðbeining- um færustu manna, sem völ er á. Allir þurfa að temja sér fagran, þrólt- mikinn og stultorðan stílshátt. Tungan hefir um ahlur og æfi verið fjöregg Is- lendinga og blýtur jafnan að verða það. pess vegna má hún ekki spillast. Rit- listin er ein hin mikilsverðasla eign hverrar þjóðar. Hún er sígild og hefir ótæmandi skilyrði til þess að þroska og göfga. Hún er ævarandi námsgrein, sem alt af má læra, .en enginn getur num- ið að fullu. í þessu liggur hið mikla þroskagildi hennar. Ungmennafélög kjósa oft sína fær- ustu menn til þess að annast ritskoðuu (krilisera). pessi aðferð hefir þann kost ,að betur verður gengið frá ritsmiðum en annars mundi, og margir eiga völ á því að njóta nauðsynlegra leiðbein- inga. En þessu fylgir þó, ef til vill, sá galli að færri hafa djörfung til þess aö rita. Allir ætlu samt að gela skilið það að fáir eru smiðir í fyrsta sinn, en al staðar er þörf á góðum ráðum. Blöðin þurfa að ræða ítarlega aðal- „ málefni félaganna, sýna hvert stefnit og hvaða leiðir séu færar. B ó k a s ö f n sín notar meginþorri þjóðarinnar næstum eingöngu á vetrum. Veturinn er hóknámstími æskulýðsins og er óhætt að segja að það nám er mik- ið iðkað meðal íslendinga. Bækurnar eru boðberar hugsananna og hinir einu sýnilegu tengiþræðir, sem lil eru milli þeirra, scm lifað hafa og hinna, sem enn lifa. pær eru sá andans arfur þjóðanna, sem allir þurfa að nota að meira eða minna leyti. íslendingar eru flestum þjóðum ótrauðari í því að nota sér þessa erfð. Verður þvi óhætt að gera ráð fyrir þvi að fátt eða ekkert hafi meiri og viðtækari áhrif á uppeldi og hugsunarhátt þjóðarinnar en lestur. Bækurnar þurfa að vera félagseign til þess að þær verði einstaklingnum ód>T- ar og hann geti haft um margt að velja. Einstökum ungmennafélögum og samböndum þeirra er það stór nauðsyn að eiga góð bókasöfn, eða liafa greiðan aðgang að þcim. Og hér er sem annars- staðar mikil þörf á hæfum mönnum, því bókavalið er eitt hið mesta vanda- verk. peir einir leysa það vel af hendi sem eru sannfróðir og viðsýnir menta- menn. Bókaverðir þurfa að kunna góð skil á lestrarþörf félagsmanna og vera

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.