Skinfaxi - 01.10.1923, Blaðsíða 6
62
SKINFAXI
ítalska skáldið Fransisco Redi var
ekki allskostar ánægður með sjálfs-
myndunarkenninguna, og sannar með
einfaldri tilraun, að maðkar í kjöti
koma því aðeins fram, að flugur hafi
orpið eggjum sínum í það.
pegar Robert Hooke, árið 1600, hafði
endurbætt smásjána, opnaðist nýr heim-
ur fyrir þeim, sem stunduðu náttúru-
vísindi. Nú uppgötvuðu þeir ótal lif-
andi verur, sem áður voru þeim með
öllu óþektar.
Rakteríur og skólpdýr eru fyrst fund-
in af Anthony van Leeuwenhoek árið
1867. ]?etta gaf ástæðu til þeirrar álykt-
unar, að þessar ósýnilegu lífverur væru
sjálfmyndaðar a f efni því, sem slík-
ar smáverur fundust í.
Engilsaxneskur prestur einn, John
Needham að nafni, þóttist hafa sannað
þetta vísindalega, með þvi að drepa
allar lífverur í kjötseyði við suðu og
þrátt fyrir það mynduðust þær fljótlega
í því aftur.
þtalskur munkur og ábóta, Lazzaro
Spallanzani efaði nákvæmni þessarar til-
raunar og milli þessara Iærðumannareis
upp áköf deila, en hin einstöku atriði
hennar hafa meira gildi fyrir trúfræði
en það efni, sem hér er um að ræða.
Á árangri þessara tilrauna er bygður
stóriðnaður einn og hafa þær þannig
haft stóra hagfræðislega þýðingu. Nið-
ursuða matvæla er bygð upp á þeim
niðurstöðum, sem fengust í tilraunum
Spallanzani, og sá sem fyrst stofnaði
til þessa iðnaðar var frakkneskur bryti,
Appert að nafni.
pjóðverjarnir Franz Schulze og Theo-
dor Schuann (f. 1810, d. 1882, frægur
þýskur náttúrufræðingur, prófessor við
háskóla Louvain og Liegde i Belgiu)
urðu fyrstir til að sanna að sjálfsmynd-
unarkenningin hefði ekki við neitt að
styðjast. Schulze færði rök að sínu máli
1836 og Theodor Schuann endurtók til-
raunir Schulzes árið 1839.
þeir hituðu lífræn efni, leifar jurta
og dýra, i þar til gerðri flösku, upp i
100° C. og lokuðu henni þannig, að í
gegnum glóandi málmpipu streymdi
loft, yfir yfirhorð vökvans í flöskunni.
Við geymslu mynduðust engar lífverur
og þar með var fótum kipt undan þeirri
öldruðu skoðun fræðimannanna, að frá
„generatis æquivoca“ væri í byrjun alt
líf runnið.
prátt fyrir þessar ljósu sannanir reis
þó kenningin aftur á fætur. Frakkar
heita verðlaunum fyrir ritgerð um þetta
efni, og áið 1862 hlýtur Louis Pasteur
þessi verðlaun. Með aðstoð sjálfstæðra
tilr,aun sannaði Pasteur að lífverugróð-
ur í vatni og i leifum dauðra jurta og
dýra myndast við fæðingu. Ennfremur
sýndi hann fram á, að smáverugróður
getur undir vissum kringumstæðum leg-
ið í dva^a og ris úr honum aftur þegar
lífsskilyrðin batna. ]?ar af leiðir, að oft
og einatt finst dulið líf þar sem alt virð-
ist vera líflaust við fyrstu athugun. þ>að
er eftirtektarvert, að hinn frægi lífeðlis-
fræðingur William Harvey (sá er fyrst-
ur rannsakaði hreyfingu hjartans og
fann hringrás blóðsins) hafði hér um
bil 250 árum áður sagt „omne vivum
e vivo“, þ. e. alt lifandi fælt af öðru lif-
andi. Frh.
Kafli úr borgfirsku bréfi.
Hér í Borgarfirði eru slörf ungmenna-
félaga all-fjölbreytt. Félögin eru raunar
ekki mjög fjölmenn, en hitt er meira
um vert, að margir félagsmenn eru á-
hugasamir og starfsamir félagar.
Félögin eru aðalfrömuðir flestra
skemtana í héraðinu og íþróttirnar hvíla