Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1923, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.10.1923, Qupperneq 5
S K IN F A X I 61 um aldaraðir tekið gilda sköpunarsögu biblíunnar. peir trúarflokkar, sem skyld- astir eru kristnu trúnni hafa éinnig álitið, að í upphafi skapaði guð þeirra him'in og jörð og allar þær verur, sem finnast þar. Biblían gefur þá skýringu að alt var skapað á sex dögum. Núlíð- arvisindamenn álíta að hinir ágætu fræðimenn, sem hafa ritað þá heilögu hök, tali þar í líkingum, og að dagur iijá þeim þýði lengra tímabil. Eftir að náttúruvísindin urðu græn grein á lifmeiði mannsandans, voru farnar tvær leiðir af leiðtogunum á því nýja sviði. Nokkrir reyndu að samcina kenningar biblíunnar og árangur vísind- anna, en nokkrir liinir djörfustu neit- uðu algerlega kenningum hennar um þetta efni. Til þessa dags og i náinnt framtíð — þrátt fyrir allar tilraunir -— má búast við því, að hér standi autt blað í sögu vísindanna. pó virðist árang- ur ýmsra tilrauna og tilgátur sumra fræðimanna benda á að þetta sé ekki með öllu óleysanleg ráðgáta og skal nú með nokkrum orðum skýrt frá skýr- ingum þeirra manna, — um þetta mál —, sem hafa og verðskulda álit sem áreiðanlegir vísindamenn. Frá byrjun vega var jörðin i loft- kendu eðlisástandi. Seinna varð hún fljótandi. Ytra og innra v,ar hún gló- andi, svo að lifverur höfðu enga mögu- leika til að þróast þar. Jarðlögin sýna að það.er tiltölulega seint á æfiskciði jarðarinnar að lifverur eru framkomn- ar á yfirborði hennar. Jarðlögin sýna enn fremur að tegundir lífveranna eru ekki myndaðar á fáum dögum. Skiip- unarverkið hefir náð yfir löng timabil í sögu jarðarinnar, og i jarðlögum frá hinum ýmsu tímum er lík,a hægt að sjá hvernig þroskun lífveranna frá lægra stigi tilverunnar til hærri stiga henn- ar fer fram. Á byrjunarstigi hefir innri og ytri bygging þeirra verið frumleg og fábrotin, líffærin fá og lífsstarfsemi að líkindum sein heild takmörkuð. Hver tegund það hefir verið, sem hóf göngu sína í feiknaauðn hinn,a fyrstu jarðtímabila, vita menn ekki; og hvern- ig hún í fyrstu er til orðin, er enn þá óráðin gáta. Nú skal í fáum orðum skýrt frá þeim ýmsu skoðunum, sem hafa ríkt um uppruna lifsins, hjá eldiri fræð'i- mönnum, ásamt því, sem vísindamenn vorra daga hafa ályktað um þetta efni, Sjálfsköpun (generalis ætpiivoca). Frá því í fornöld og fram um miðja síðastliðna öld var það álit margra fræðimanna, að í lifandi verum st,arf- að sjálfstætt afl, sem þeir nefndu lífs- aflið. pegar það starfaði, rikti það yfir sjálfráðum og ósjálfráðum lífsverkun- um lífvcranna og stjórnaði þeim í öllu. pessi kenning er svo gömul, ,að föður hennar má telja gríska spekinginn Aristoteles. Hann hefir í sambandi við þcssa skoðun haldið þvi fram, að byrj- un lífsins væri fólgin í sjálfsköpun af hverri tegund fyrir sig. Hinn mikli spekingur færði til sönn- unar máh sínu eftirfylgjandi dæmi: Oft finnast fiskar í tjörnum, sem eru nlveg þurar einhvern tíma ársins. Eina leiðin lil að fiskur skapist á þessum stað, er ,að lífsaflið laki bústað i leirn- um sem finst i botni tjarnarinnar. Flug- ur og maðkar áleit hann að væri skap- aðar á sama hátt, af líkömum dauðra dýra. pessi kenning náði svo föstum tök- um á hugum ýmsra fræðimanna, að jafnvel læknir einn, sem var uppi frá 1577—1644, segir, að mús sje auðvelt að skapa á þann hátt, að brauð og korn er látið í djúpa krukku og hún sett á afvikinn stað, svo muni eftir fáa daga fullvaxin mús vera mynduð þar af.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.