Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1923, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.10.1923, Blaðsíða 8
64 SKINFAXI ið að endurreisa liið forna skólasetur og höfuðból. Möðruvelli i Hörgárdal. En Iivað sem um það er, þá er liitt víst, að formaður „Kynningar“ hefir sýnt að fámennu ungmennafélagssambandi er það kleyft að hrynda af stað dýrum og erfiðum umbótastörfum. Líklegt er að svo efnilegt samband scm „Kynning“ er, geri sem fyrst ann- að tveggja, að ganga í Samband U. M. F. í. eða sameinast Héraðssambandi U. M. F. E. og mundi sú leiðin liollust áhugamálum beggja eyfirsku samband- anna. Nýtt blað, J?að mun ekki of mælt þó sagt sé að Iivergi hafi íslensk ungmennafélög not ið meiri lýðhylli en í Eyjafirði. t þvi liéraði eru langflestir ungmennafélagar, ef miðað er við fólksfjölda í sýslum og bæjum landsins. Hvergi eru félagsstörf- in margbreyttari en hjá Eyfirðingum og þar liafa fæðst margar þær hugmynd- ir um félagsmál, sem nútíðin notar og framtíðin mun fullkomna. Eyfirðingar hafa orðið flestum öðrum happadrýgri hvað það snertir að njóta lengi fullting- is sinna bestu manna. Ýmsir þeir, sem á fyrstu árum eyfirsku ungmennafél- aganna höfðu heitastan áhuga fyrir stéfnu þessari,, eru nú starfandi ung- mennafélagar og styðja þá yngri með ráðum og dáð. Nú í haust réðst Héraðssamband U. M. F. E. í að gefa út vélritað blað. Mun það koma út sex sinnum á ári. Blaðið ræðir ýms mál, sem samband þess varð- ar og mun leitast við að efla nánari kynning meðal félagsmanna en kostur hefir verið á hingað til. Fyrsta blaðið kom út snemma í sept- embcr s. 1. og flutti meðal annars grein- ar um iýðskólamál og stofnun heilsu- hælis norðanlands, sem margir norð- lendingar hafa nú mikinn hug á að fá sem fyrst. Meðan blað þetta er í höndum glöggra og gælinna manna, má ætla að það verði ungmennafélögunum að miklu gagni. „Gróður”, Lítið hefir vcrið unnið að ungmenna- félagsmálum í Strandasýslu. J?ó skal geta þess að ungmennafélagið „Gróður“ í Kollafirði var stofnað árið 1916. Fél- agið er í Héraðssambandi Dalasýslu. Sagt er að áhuginn fyrir félagsmál- um sé allmikill i þessu félagi þrátt fyrir erfiða aðstöðu, J^ví „Gróður“ er langt frá öllum öðrum félögum. Næst liðinn vctur beittist félagið fyrir þvi að bygð yrði stór sundlaug til afnota fyrir sýslu- búa og fékk því máli framgengt með aðstoð sýslunefndar. Nýlega hafa Skinfaxa horist bréf um það, að í Steingrímsfirði og viðar J?ar um sveitir, sé vaknaður allmikill áhugi fyrir því að stofna ungmennafélög. Og. af því að mikið er þar um ötula dugn- aðarmenn, gerir Skinfaxi sér góðar von- ir um framtíð ungmennafélaganna á Ströndnm. Ath. Þess ber a'ð gæta, að orðið „segjast" hef- ir fallið í burt úr grein sem stóð í síðasta blaði með yfirskriftinnl „Góðar frjettir.“ Munið að afgreiðsla Skinfaxa er í Berg- staðastræti 51. Skrifið þangað. {pgr* Munið að afgreiðsla Skin- faxa er í Bergstaðastræti 51. — Skrifið þangað. Fjulagsprentsmiðjan

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.