Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1923, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.11.1923, Qupperneq 6
70 SKINFAXI Ef til vill mun einhver spyrja: „Hvar er lifiö og hve við takmörk nær orðiö lífvera út yfir. pað cr erfitt að draga skýr takmörk milli liflausra liluta og Jifandt vera, þegar jþær eru á frumstigi sinu. Alfar lífverur, sem við þekkjum, eru efniskendar, í þeim finnast ekki onnur frumefni en þau, sem einnig finn- ast i ólífrænum hlutum. Hvað lífið er, verður ekki skýrt með einu orði, en franski lífeðlisfræðingurinn Claude Bernard segir, að einkenni á öllu lifandi sé: 1. Ákveðin niðurskipun eindanna i heildinni. 2. Eiginleiki til að geta af sér aðra einstaklinga. 3. Ummyndun efna íyrir áhrif lífs- verkananna. 4. proskun. 5. Dauðinn. Eindin, sem lífverurnar eru bygðar af, er .cellan. pað eru til ótal tegundir af lífverum, sem að eins eru ein cella. jpar er lífsstarfsemin fábrotin, og því er eðlilegt, að vísindamennirnir búist vio að finna úrlausn hinnar stóru ráðgátu: Hver er uppruni lífsins? við að rann- saka lífsstarfsemi og æxlun þessara frumlegu vera. Getgáta Pfliigers gefur veika von um úrlausn þessa máls, en sú von er ennþá ekki annað en hálmstrá. sem þroskaþyrstur mannsandinn grípur í, og hann býst við að geta fleytt sér á, að þeim laundyrum, sem loka fyrir skýr- ing ótalmargra leyndardóma, sem eru í nánu sambandi við lífið og uppruna þess. Auk þeirra skoðana um uppruna lifs- ins á jörðunni sem að framan cru skráð- ar, finnast margar fleiri, og eru sumar þeirra þannig, að undrum sætir að slík- ar hugmyndir komu í ljós, á öðrum eins menningartímum og seinni hluta 19. aldarinnar. Hér skal að eins nefnd getgáta lífeðlis- fræðingsins William Preyers: Lífið var til frá upphafi vega. Jörðin sjálf, á þeim tima er hún var glóðheitur vígahnöttur í himingeiminum, er stór lífvera. Lífið birtist í hreyfingum henn- ar. Sál hennar er gufur af járni í iðrum hennar og blóð hennar eru glóandi, í'ljót- andi málmar. SáÍarfræðingurinn Fechner hélt þeirri skoðun fram, að hún væri gædd skynj- un og gæti taþið við aðra linetti. Aðrir vísindamenn hafa nægst með að gera tilraun til að svara spurning- unni um hvernig lífið sé komið fram á hnetti þeim, sem er bústaður vor. peir gera sér þá grein fyrir uppruna lífsins í alheimi, að það var til í ein- hverri mynd frá upphafi vega, og getur flutst frá einu hnattkerfi til annars. Úti i geiminum finnast á sveimi brot úr eyðilögðum hnöttum, og með þeini áttu lifandi frumur að berast til jarðar- innar. Sá sem fyrstur slcýrði frá kenn- ingu þessari, var franskur greifi de Montlivault. Seinna var hún endurbætt af þýska Iækninum H. E. Richter (1865). Kenningin er kölluð Pansperniu eða Kosmotokenningin. Hinn Nobelsverð- launaði sænski eðlis- og efnafræðingur Svanthe Arrhenius hefir breytt henni, og kastað nýju Ijósi yfir ráðgátuna. Mpð bestu smásjám er hægt að fá smáyerur stækkaðar 2000—2500 sinn- um. Hjer finnast sjónartakmörk augans. Augn vor geta við þessa stækkun greint 0,0002 mm. Nú eru í byrjun þessarar aldar fundn,ar bakteríur, sem eru minni og því ósýnilegar í smásjá, — í svo- nefndri „Ultra“ smásjá sjást þær i þolcu. Margar af þessum ósýnilegu smáverum eru mjög skaðlegar og orsök ýmsra sjúkdóma, eins og munn og ldaufasýki hjá nautpeningi, gulu-hitaveiki hjá mönnum o. fl. Lífsverkanir þeirra eru hinár sömu og lijá öðrum smáverum,

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.