Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1924, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.09.1924, Blaðsíða 3
SKINFAXI 67 verður, því oft kemst þar engin sann- girni að, og stundum valda verkföll miklu fjártapi, og jafnan orkar tvímæl- is, livort þau vinna gagn þeim, sem til var ætlast. Dugnaðarmenn fá heldur ekki að njóta sín, þar sem ákveðið er sama kaup fyrir alla, án lillits til af- kasta. Ef fclagsskapurinn gerir menn færari til að afkasta meiru á styttri tíma en áður, þá má bæði hækka lcaup og styíta vinnutima, án þess að framleiðsl- an þyngist um of. Nú er þó tæpast stefnt að því, og veldur þar um skilningsleysi manna á rekstri atvinnunnar. petta þarf að lagast, svo að laun starfsmanna séu ákveðin, með tillili til þess, hve miklu þeir afkasta og hve vel þeir vinna. Flestum vinnuveitendum kemur sam- an um, að betra sé að fela þeim mönn- um störf, sem alist hafa upp í sveitum og komið þaðan fulllíða. Kvörtun heyr- ist um, að erfitt sé að fá menn, sem séu eins dyggir og gömlu mennirnir úr sveitunum. Annaðhvort iilýtur þá dygð við vinnu að aukast eftir því sem menn eldast, eða uppeldi yngri mannanna er ekki eins gott og fullkomið og þeirra, sem eldri eru. Ef það er rétt, að upp- eldi yngri mannanna sé ekki eins gott og fullkomið og þeirra, sem eldri eru, þá er um beina afturför að ræða í upp- eldismáhun vorum, og hlýtur sú aftur- för að koma niður á þjóðinni í næstu framtið. Fáir vilja víst gera ráð fyrir, að hér sé um afturför að ræða, eða þá að það sé að eins um stundarsakir, og að það stafi af flutningum þeim, sem áður voru nefndir, og einnig af því, að skólarnir eru nýstofnaðir. En stofnun þeirra hefir fylgt sá galli, að heimilin hafa lagt miklu minni stund á uppeldið en áður. Veldur þvi sá misskilningur, að menn álita skólana hafa uppeldið með höndum algjörlega, en þeir liafa að eins fræðsluna. Hún er ein hlið upp- eldisins, en ef til vill ekki sú þýðingar- mesta. Moltke hershöfðingi pjóðverja í stríð- inu 1870—71 sagði: „pað er ekki eg, sem hefi sigrað Frakka, það eru skól- arnir þýsku.“ Skólarnir þroskuðu böm- ir og gerðu þau að starfhæfum mönn- um. Mörg heimili vita ekki, að þau eru að ala uiap menn, nema að því er snert- ir föt og fæði. Sá sannleilcur er mörg- um dulinn, að alt, sem við kemur heim- ilinu, orð og verk, á sinn þátt i að skapa framtíð landsins. r Brót úr garðræktarsögu Islands. Fátt bendir til þess að garðrækt hafi verið stunduð meðal Norðmanna eða ís- lendinga í fornöld. pó er þess getið í Laxdælu, að Guðrún Ósvífursdóttir heimti sonu sína til máls við sig í lauka- garði sinum. Eftir þvi sem sagt er í sögu ]?ormóðs Kolbrúnarskálds, hefir laukm' verið notaður til lækninga i Noregi, öld eftir öld. Kona sú er bjó um sára menn, eftir orustuna á Stiklastöðum, notaði lauka til þess að rannsaka, hvort menn hefðu holsár eða ekki. I Jámsíðu og Jónsbók eru til lög um stuldi úr görðum. Gamlar þulur og málshættir benda og til þess, að garð- yrltja hafi snemma átt sér stað. Ann- ars er fátt um þetta í fomum sögum, sem hægt er að treysta á, þangað til að þess er getið, að Gottskálk biskup Kæn- eksson hafi orðið bráðkvaddur i lauka- garðinum á Hólum 1457. Líklegt er að garður þessi hafi verið til fram um miðja 16. öld eða lengur. Ætla má, að laukagarðar hafi haft svipaða þýðingu í fornöld og matjurta- garðar hafa nú, þvi laukur er einliver

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.