Skinfaxi - 01.09.1924, Blaðsíða 4
68
SKINFAXI
SKINFAXI
Útgefandi: Samb. Ungmennafél. Islands
12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi
fyrir 1. júlí.
Ritsjórn, afgreiðsla og innheimta: Skin-
faxi Reykjavík Pósthólf 516.
elsta matjurt, sem menn þelckja á
Norðurlöndum.
Eflaust er langt síðan Norðurlanda-
búar fóru að rækta livannir og kál. pó
eru flestar sagnir óljósar um þetta efni
lengi fram eftir öldum.
pað er fyrst á 17. öld, eða eftir að
Vísi-Gisli kom heim úr utanferðum
sínum, að við fáum sæmilega áreiðan-
legar sagnir af garðræktinni hér á landi.
Vísi-Gísli ferðaðist víða um lönd og
kyntist meðal annars allítarlega garð-
rælct á Hollandi. Hafði hann jafnan
milcinn áhuga fyrir þessu máli, eftir að
iiann kom hingað heim, enda hefir
hann oft verið kallaður faðir slenskrar
garðræktar.
Fáir urðu til þess að sinna tilraun-
um þeim, er hann barðist fyrir. pó má
ætla, að nýungar lians hafi haft allmikil
áhrif á menn, og nokkrir urðu til þess
að fylgja þeim í verki. Sem dæmi þess
mætti nefna ummæli pórðar biskups,
að matjurtir séu ræktaðar á nokkrum
stöðum sunnanlands. Eigi kemst þó
nein veruleg lireyfing á þetta mál fyr
en á 18. öld. En þá fóru ýmsir lielstu
áliugamenn þjóðarinnar að berjast fyr-
ir því, svo sem síra Björn Halldórsson
í Sauðlauksdal, Eggert Ólafsson, Skúli
Magnússon, Magnús Ketilsson o. fl.
Gerðu þeir margt og mikið til þess
að hvetja landa sína til garðyrkju. —
Sumarið 1752 voru jótskir bændur
sendir hingað til þess að lcenna mönn-
um búnaðarstörf, þar á meðal garð-
ræktina. Skömmu seinna kom út kon-
ungsbréf, sem bauð hverjum jarðeig-
anda að rækta garða í löndum sinum.
Skyldi slærð garðanna fara eftir liundr-
aðsfjölda jarðanna.
Útlenda valdboðinu var illa ldýtt,
sem líklegt var, þrátt fyrir hörð ákvæði
um brot gegn þvi. En innlenda starf-
semin hafði haft meiri þýðingu. Ýmsir
fóru að sjá, að þessi jarðræktargrein
var mikils verð, og er það víst, að garð-
rækt hefir verið mikið stunduð á fyrri
hluta 18. aldar, enda var þá árferði gott.
pá voru og verðlaun veilt fyrir fram-
úrskarandi dugnað og áhuga við garð-
ræktina. Hefir það eflaust haft nokkra
þýðingu og verið meir til liennar vand-
að en annars mundi.
Aðalfrömuður garðræktarinnar fyrir
og um aldamótin 1900 var H. J. G.
Schierbeck, landlæknir. Hafði hann
numið garðyrkju í Danmörku og hafði
hinn mesta áhuga fyrir þeirri atvinnu-
grein meðan hann dvaldi hér á landi.
Hann stofnaði hið íslenska garðyrkju-
félag 1885. Hefir það unnið mikið gagn
með því að selja fræ og plöntur, og
gcfa margar þarfar leiðbeiningar. —
Einar Helgason réðst til landlæknis um
1890, nam hjá honum garðyrkju og
gekk síðar á slcóla utanlands. Um mörg
ár hefir hann verið mestur atlcvæða-
maður um garðræktarmál. Hann var
lengi framkvæmdastjóri gróðrarstöðv-
arinnar í Reykjavík, og varð formaður
garðyrkjufélagsins, þegar það var end-
urreist 1918.
Einar hefir samið ýmsar ágætar bæk-
ur og ritgerðir um áhugamál sitt og
mun eiga eftir að vinna mikið gagn á
þessu sviði. En þótt hann og ýmsir
fleiri hafi stutt íslenska garðrækt með
ráðum og dáð, má heita að hún sé enn
á bernskuskeiði. En allir viðurkenna
nytsemi hennar og mun því óhætt að
treysla því, að hún fari sívaxandi.