Skinfaxi - 01.09.1924, Blaðsíða 7
SKINFAXI
71
að leggja undirstöðusteina í hofið, helst
á þessu ári, eða svo fljótt sem auðið er.
Vestueldurinn má ekki slokna, hann
á að verða eilífur í þessu landi.
Lifi Ungmennafélagsskapurinn á Is-
landi.
U. M. F. „Framtíð“ lengi lifi.
Davíð Jónsson.
Kroppi.
Leikfimisháskólinn í Ollerup-
pað er langt siðan ritstjóri þessa
blaðs bað mig að senda sér greinarkorn
i Skinfaxa um hinn fræga leikfimis-
lcennara Dana, skólastjóra leikfimis-
skólans í Ollerup, hr. Niels Bukh. Mér
er Ijúft að skrifa línur þessar. í hér um
bil heilt ár mátli lieita að eg teldi heim-
ili mitt við skólann, og Niels Bukh er
einn sá áhugasamasti og besti kennari,
sem eg hefi nokkru sinni lcynst. í stuttri
grein er ómögulegt að lýsa leikfimi
Niels Bukhs. Hér verður því að eins
minst á fáein atriði af starfsemi iians.
Árið 1914 gerðist N. B. kennari við
lýðháskólann i Ollerup á Suður-Fjóni.
Að nokkru leyti var hann meðeigandi
skólans og stjórnaði þeirri deild lians,
sem útskrifaði lcennara til skot- og leik-
fimisfélaganna í Danmörku. Að eins 12
piltar voru í deild þessari fyrsta vetur-
inn. Um vorið var þeim samt veitt
óvanalega mikil eftirtckt. Menn sáu, að
piltar þessir voru stæltari, liðlegri,
sterkari, þolnari og vasklegri en venja
var til með pilta af samskonar skólum.
Næsta vetur varð aðsóknin að skól-
anum mun meiri. Nemendurnir frá
vetrinum áður höfðu borið þess ljós
merki, að í Ollerup var eitthvað nýtt á
ferðinni, sem ekki þektist í öðrum skól-
um í landinu. pennan vetur byrjuðu
kennarar, sem ekki voru þrælbundnir
við gamlar venjur, að gera sér ferðir
heim áð Ollerup til að kynnast leikfimi
Niels Bukhs. Flestir urðu undrandi yfir
æfingunum. Teygjur, beygjur, rétting-
ar og fettur, voru æfingar sem Bukh
notaði í staðinn fyrir hinar gömlu
sænsk-dönsku stellingar. Æfingar, sem
um langan aldur höfðu verið notaðar
umhugsunarlaust i öllum skólum og
flestum leikfimisfélögum landsins. pað
má segja, að þær hafi verið orðnar svo
grónar inn í leikfimisfólkið, að flestum
þótti höfuðsynd að breyta þeim eða
taka upp aðrar nýjar. En Niels Bukh
var ekki hræddur við að brjóta af sér
blekki vanans. Hann fann til ábyrgðar-
innar, sem hvíldi á sér sem leikfimis-
kennara. Hann mundi eftir þeirri ómót-
stæðilegu þrá, sem hann ól í brjósti
sínu, þegar hann var drengur, til að
verða hraustur, fimur og karlmann-
legur maður. Honum þótti því ekki
ósennilegt að í'Iciri æskumenn hugsuðu
líkt.
Strax og Niels Bulch var orðinn lcenn-
ari við skólann, byrjaði hann á að finna
upp nýjar æfingar, og breyta þeim
gömlu, sem honum þótti eklci nothæf-
ar. Leikfimisflokkar hjá honum fengu
því alt annan svip en hjá öðrum lcenn-
urum. Aðsóknin að skólanum óx ár frá
ári. Öllum áhugasömum mönnum var
það ljóst, að þessi nýja leikfimisaðferð
var ekki hvað síst íyrir stirða erfiðis-
menn.
Árið 1918 var aðsóknin að skóladeild
þeirri, sem Bukh stóð fyrir, orðin svo
mikil, að til vandræða horfði vegna
húsnæðisleysis. Hann sá því að nú var
þörf á að byrja á þvi verki, sem hann
frá æsku hafði hugsað sér að fram-
kvæma. En það var að byggja leikfim-
isskóla. Bukh lét ekki sitja við orðin
lóm. Vorið 1919 var byrjað á slcóla-
byggingunni, og haustið 1920, eða hálfu
öðru ári síðar, var verldnu lokið. Vegna