Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1924, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.09.1924, Blaðsíða 5
SKINFAXI 69 Kafli úr ræðu. í liofi þvi i Rómaborg, sem helgað var gyðjunni Vestu, var eldur látinn loga bæði daga og nætur. pjóðin var einhuga um, að þetta væri nauðsynlegt, og svo mikill átrúnaður og helgi var bundin við þennan eld, að 18 meyjar, hinar svo nefndu Vestumeyjar, voru settar til þess að gæta þess, dag og nótt að hann slokknaði aldrei. ]?essvegna var eldur þessi kallaður „eldurinn eilífi.“ En þessi Vestueldur varð þó ekki ei- lífur. Meyjarnar fríðu hættu að gera skyldu sína og hurfu eitthvað út í busk- ann, eldurinn bjarti sloknaði og hofið fagra, með öllum sínum átrúnaði og lielgi, lagðist niður. Hugsjónin, sem lá á bakvið þessa helgiathöfn, og um langt skeið hafði verið sameiginleg eign allrar þjóðarinn- ar, var nú glötuð. Eitt hið glæsilegasta þjóðlíf, sem sögur fara af, var orðið sjúkt. Hnignun og niðurlæging lögðust eins og mara á þjóðina, svo hún varð öðrum þjóðum að hráð. Svipuð örlög bíða allra þjóða, félaga og einstaklinga, sem svikja hugsjónir sínar, eða glata þeim. En hvað er hugsjón? Orðið hugsjón skýrir sig sjálft, að því leyti, að það bersýnilega táknar það, sem birtist okk- ar innra manni á einlivern hátt, án þess við sjáum það með augunum. Að öðru leyti erum við engu nær um það, hvað hugsjónin er í insta eðli sínu. Hvað er þá liugsjónin í raun og veru? Er hún dráttur í hlutaveltu alheimsins, þar sem blind tilviljun ræður því hver hreppir hana. Ekki virðist mér það sennilegt. Er hugsjónin náðargjöf, eða opinber- un Guðs til einstalcra manna og þjóða, til að lyfta þeim á hærra menningar og þroska stig? Vel gæti eg trúað þvi að svo væri, þó eg sé ekki allsokstar ánægður með þá skýringu. Langlíklegast þykir mér, að hugsjón- in sé Guð sjálfur, sem birtist manns- andanum í ýmsum myndum, eftir ein- hverju óþektu innra lögmáli eða skil- yrðum og eitthvað á líkan hátt og þegar sólarljósið skín í gegnum glerkristalla og klofnar þar í dýrðlegasta litskrúð. Vitanlega eru þessar hugleiðingar minar ekki ákveðið svar við spurning- unni, hvað hugsjónin sé í raun og veru. Sannleikurinn er, að spurningin liggur, að minsta kosti enn sem komið er, utan við þekkingarsvið mannlegrar skynjun- ar, og verður þessvegna ekki svarað nema óbeinlínis. En þó við getum ekkert fullyrt í þessu falli, þá höfum við það á meðvitundinni, að hugsjónin sé af guðlegum rótum runnin, þvi sagan sýnir okkur að hvar- vetna þar, sem þjóðirnar hafa fylkt sér um ákveðna hugsjón, hefir það lyft þeim á hærra menningar og þroskastig. En þegar hugsjónirnar hafa óskýrst eða glatast, hefir það valdið hnignun og nið- urlægingu á margan hátt. Við getum því fullyrt það, að ekkert þjóðlíf, eða félagslíf, getur þróast eða dafnað, án hugsjónar. Okkur Islendingum hefir verið brugð- ið um það, að við sýndum liugsjónum lilla gestrisni. En eg efast um, að sá sakaráburður sé sannur. Við erum að vísu ckki fljótir til að verða lirifnir og höfum tekið ýmsum nýjungum fálega í fyrstu. En eg fæ ekki annað séð, en við höfum verið hugsjónunumtrúir,þeg- ar við á annað borð vorum búnir að til- einka okkur þær. Má í þvi sambandi minna á þá ást, sem við liöfum bund- ið við ýms slcáld og hugsjónamenn þjóð- arinnar, og sem stundum hefir orðið svo heit, að hún liefir næstum því snúist upp i átrúnað. Enda hefir þeim tekist að hafa

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.