Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1924, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.10.1924, Blaðsíða 2
74 SKINFAXI Kemur þetta nokkuð við breytinguna á Skinfaxa? Svo munu ýmsir spyrja. pvi má óhætt svara játandi. J?að er Skinfaxi, sem framar öllu öðru hefir verið og á að vera hugskeyta-þráður, eða menningarmiðill, ungmennafélag- anna. Hingað til hefir hann komið alt of óvíða, verið hverjum einstaklingi of dýr, og aldrei getað borið útgáfukostn- að sinn — fremur en önnur blöð á íslandi. — En með því að breyta útgáfunni, eins og hér hefir verið sagt frá, verða lesend- ur Skinfaxa meir en tvöfalt fleiri en verið hefir, og kostar hvert eintak helmingi minna, en að undanförnu. par eð eintakafjöldi blaðsins vex svo mjög, verður prentunarkostnaðurinn tiltölu- lega mikið minni, en verið hefir; af því leiðir, að ungmennafélagar fá málgagn sitt fyrir aðeins hálfa aðra krónu. Er það næsta litið gjald, einkum þegar þess er gætt, að 35 aura skatturinn, jsem ungmennafélagar hafa greitt til U. M. F. í., fellur niður. Hér hefir verið bent á þær þrjár höfuðástæður, sem einkum valda breyt- ingu þessari á útgáfu Skinfaxa. I fyrsta lagi, að lesendur hans verða meira en helmingi fleiri en verið hef- ir, og ætti hann því að hafa miklu víð- tækari áhrif á ungmennafélagsmál. Önnur höfuðástæðan er sú, að ritið verður svo ódýrt, að engum verður of- vaxið að kaupa það. Og loks skal talið það, sem ef til vill er mest um vert, að kaupendur ritsins munu fá það með mikið betri skilum en verið hefir. Vanskil á blöðum eru alkunn og ill- ræmd meðal íslendinga, og er þar óhægt til umbóta, en allir vita, að mik- ið minna ber á þessum mikla þjóðarlöst þegar um timarit er að ræða. Allir ungmennafélagar munu fagna þessari breytingu, sem hér hefir verið gerð, og skilja, að hún á að vera, og getur verið til mikilla umbóta. Knaítleikar. Öðruhvoru gangast ungmennafélögin fyrir iþróttanámskeiðum úti um sveit- ir, og er það vel. En eg tel þörf á að athuga þá starfsemi nánar, hvort ekki er hægt að koma henni viturlegar fyr- ir, þannig, að meira gagn verði að fyr- ir þjóðlif vort. J>vi að það mun mála sannast, að árangur mun hafa orðið sára lítill af námskeiðum þessum, og ef til vill að ýmsu leyti vafasamur. Or- sakir til þessa tel eg vera muni sér- staklega tvær: Kennarar á þessum nám- skeiðum munu sjaldnast hafa verið starfinu vaxnir, en þar sem námstím- inn æfinlega er stuttur, ríður mjög á því, að kennarinn hafi fult vald á verk- inu. Afleiðing af þessari ástæðu er hin, að á þessum námsskeiðum er altaf fengist við of erfið viðfangsefni. pað, sem mest áhersla mun vera lögð á fyrir utan ísl. glímu og sund, sem hvorttveggja er sjálfsagt , eru köstin svo kölluð (þ. e. forngrísku íþróttirnar, spjótkast, kringlukast og kúluvarp). Ekki þarf að efast um það, að þetta eru frægar og mjög þroskandi iþróttir, en þær eru mjög vandlærðar og tapa alveg gildi sínu, séu þær ekki nákvæmlega rctt og vandlega iðkaðar. Og þegar það er athugað, að námskeiðin eru stutt og kennararnir lítt hæfir, þá er það ber- sýnilegt, að úr þessum íþróttum verð- ur kák. En alt kák á þessu sviði spillir smekk þjóðarinnar, og í þessu tilliti fá menn algerlega ranga hugmynd um þessar göfugu og menningarríku íþrótt- ir og hina tígulegu Forngrikki, er þær að nokkru leyti sköpuðu. Iþróttafélög- in hafa gert sig sek í jafnmikilli hroð-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.