Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1924, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.10.1924, Blaðsíða 7
SKINFAXÍ 79 Hvaða framtíð á þetta land? Frh. Vinnudygð. peim, sem fyrir verkum eiga að segja, kemur saman um, að vinnudygð sé meiri hjá eldra fólkinu yfirleitt. Yngra fólkið hugsar meira um kaupið. Gömlu mennirnir eru dyggari við vinnu. Flestir þeirra eru aldir upp í sveitum, við vinnuhörku. peir lærðu að hlýða ungir. Aginn var meiri en nú. Vöndurinn var geymdur undir rúminu og notaður þegar ástæða þótti til. Börn- in urðu harðgerð og íærðu, að til voru refsingar fyrir 'það, sem illa var gert. peir verða lika farsælastir, sem fram- kvæma með trúmensku, það sem þeim er fengið að gera. Æfisögur mikilla manna sanna, að svo er. Carnegie sóp- aði skrifstofugólf, og var þá fátækur og frægðarlaus. Sömu sögu hafa fleiri mik- ilmenni að segja. Farsæld þeirra átti rót sína í því, að þeir voru trúir sjálfum sér og öðrum, sem þeir unnu með. Lærðir menn. Hjá mörgum ríkir sú skoöun, að þeir einir séu lærðir menn, sem kunna einhverjar bóklegar þulur, en það er ekki rétt. Lærðir menn eru og þurfa að vera í hverri stétt. Vér þurf- um sérfræðinga í húsagerð, ullariðnaði, skósmíði o. s. frv., eigi síður en í lög- fræði og læknisfræði. Allir verða að þekkja vel störf sín og alt það, sem að þeim lýtur, til þess að geta leyst þau vel af hendi. Los það, sem nú einkenn- ir þjóðina, kemur fram á öllum svið- um. Alla festu vantar í uppeldið, og framkvæmdalögmálið er háð sömu lög- um. Uppeldi og framkvæmdir þjóðar- innar er svo náskylt, að hvert bindur annað. Ekki afturkvæmt. Gamla sveitamenn- ingin, sem hefir haft marga kosti fram yfir núverandi ástand, á ekki aftur- kvæmt. Ástæður eru svo breyttar. Heim- ilin vilja losna sem mest við uppeldið, og þau eiga að fá það. Skólarnir verða að taka við. Skólavistartíminn að lengj- ast. I sveitum á að koma upp heima- vistarskólum, þar sem börnin dvelji vet- ur og vor, undir umsjón kennara. Nú hafa kennarar eigi nógu mikil uppeldis- ábrif á börnin. par sem börn ganga í skóla 4 ár, 6 mán. a ári, þar eru þau samvisla kennara sínum að eins 1 ár eða 12 mánuði. Hálfur dagur i 6 mán- uði, er sami tími og heill dagur 3 mán- uði og þá gera 4 ár 12 mánuði. 14 ára börn eru þá undir handleiðslu kennara 1 ár, en 13 ár undir áhrifum heimilis- ins. pó eru menn oft svo ósanngjarnir i kröfum, að telja 4 ára námið, (sem mest fer til fræðslu), það, sem skapi framtíð barnsins, en 13 ára veran á heimilinu geri ekkert frá né til; það sé að eins skólinn. — Skólarnir verða að fá meiri tök á uppeldinu, ef vel á að fara. pví gamla, góða sveitamenningin á ekki afturkvæmt þangað, sem hún er horfin, en það er t. d. víðast úr þorp- unum. Tvær dygðir. pað eru tvær dygðir í fari mannanna, sem öðru fremur styðja að góðu félagslifi. pessar dygðir eru: að segja satt, og að halda gefin loforð. pær má líka kenna alstaðar og altaf. 1 öllum verkum er hægt að sýna fram á góðar afleiðingar þessara tveggja dygða. Foreldrar og aðrir geta kent börnum sínum þetta, með orðum og eftirdæmum. Orðin sjálf eru minna virði en eftirdæmin. Lausn erfiðleikanna. Ef vér athugum hvað það er, sem gefur pjóðverjum kraft til að vinna, þá sjáum vér, að það er þeirra almenna skynsemi og dóm- greind, þroskuð af skólum og heimil- um um langan tima; þeir skilja að ein- asta leiðin út úr erfiðleikunum er gegn um vinnuna. Komist þeir ekki þá leið, eru öll sund lokuð. Sama gildir um all- ar þjóðir, sem erfitt eiga. Lausn þeirra

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.