Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1924, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.10.1924, Blaðsíða 3
SKINFAXI 75 virkni gagnvart þessum iþróttum. Hér í Reykjavik æfa þau þær tilsagnarlaust, enda hefir verið mesta hörmung, að horfa á hinar krabbalegu aðfarir við köstin á undanfarandi allsherjaríþrótta- mótum. Og manni hefir ósjálfrátt orðið að spyrja: „Var það virkilega þetta, sem gerði forngrisku lilstamennina ,svo hrifna, að þeir eftir því sköpuðu ódauð- leg listaverk." Ótrúlegt virðist það. En sannleikurinn er, að þegar þessi köst eru rétt og vel gerð, þá myndar Iíkami þess er kastar einhverjar þær fegurstu og tignarlegustu línur er myndlistin þekkir. petta vita allir fagurfræðingar og allir þeir, sem eitthvað hafa kynt sér forngríska list og íþróttir, þessvegna hlýtur þessi misþyrming á köstunum hér, að veikja traust allra viturra manna á okkar iþróttastarfsemi yfir höfuð. En alt stafar þetta af þroskaleysi voru á þessu sviði. proskaleysi er kemur fram í því, að flestir þeir, er við íþróttír fást í þessu landi, blína á það eingöngu að komast lengra, stökkva lengra, kasta Iengra o. s. frv., vitandi ekki að það er hlutur, sem aldrei má hugsa um, þeg- ar um það er að ræða, að læra stíl, — þær réttu og ákveðnu hreyfingar, sem æfiniega fegra og þroska líkamann og eru þó um leið ótvirætt vissasta leið- in til að komast lengst, en til þess þarf lengri tíma. Af þessu sem nú þegar er sagt vona eg að mönnum sé það Ijóst, að þessar forngrísku iþróttir eru okkar stuttu námsskeiðum ofviða eins og nú standa sakir. En þá kemur spurningin, hvað get- um við þá kent í staðinn? Eg fyrir mitt leyti er ekki í nokkr- vafa um á hvern hátt á að byggja upp íþróttastarfsemi hér á landi eins og kringumstæðurnar eru. Fyrst á að veita skólum og félögum auðveldan aðgang að léttum og auð- skildum líkamsæfingum, og þekki eg engar betri en þær er standa á „Tíma- seðli í heimaleikfimi," er eg gaf út sið- astliðið ár, enda studdist eg þar við skoð- un hinna lærðustu manna í Danmörku á þessu sviði. En Danir eru sú þjóð, sem af einna mestu viti hefir komið sinni íþróttastarfsemi fyrir, enda er árang- urinn þar ótrúlega mikill. íþróttanámsskeið á að halda eins og verið hefir, nema miklu oftar og víðar. par á að kenna íslenska glímu og sund, öll auðveldari stökk og hlaup, boðhlaup margskonar og síðast en ekki síst Ieiki, sérstaklega, ýmiskonar knattleiki, en af þeim er til heill heimur, sem fram að þessu hefir verið Iokaður fyrir Is- lendingum. Treysti eg engum betur en ungmennafélögunum til að opna þann heim. Leikir er sú tegund íþrótta, er næst liggur eðli æskunnar. ]?eir veita mestan og bestan undirbúning undir lífið og hin daglegu störf. J?ví þegar vel er aðgætt, þá eru allir leikir, jafnt hinna ómálga barna og þroskaðs fólks, að einhverju Ieyti smá- mynd af lífinu. 0.g á engan hátt er betra að ala upp frjálsa, starfhæfa og sam- henta þjóð en með hollum leikjum. Hér hafa leikir mjög litið þekst og þeir fáu sem þekkjast, jafnvel af lakari endan- um. Mér er tjáð að ungmennafélög út um land iðki mjög knattspyrnuleik. f>ó knattspyrna sé góður leikur, sem undir góðri stjórn er vel fallinn til þess að að gera einstaklingana að traustri tönn í hjóli þjóðfélagsins, þá efast eg um að hann sé heppilegur ungmennafélögun- um út um sveitir. Erfitt hlýtur að vera að ná saman nógu mörgum mönnum, og þar að auki er leikurinn þannig, að stúlkur geta illa tekið þátt i honum. En ungmennafélögin verða að taka fult til- lit til kvennanna, þvi það er áreiðan-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.