Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1928, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.1928, Blaðsíða 12
28 SKINFAXI iir af frábærum liagleik, svo sem skrár, sem enn eru lil eftir hann. pað var oft háttur Jakobs á vetrum, að fara langar leiðir lil þess að sækja stór björg, og draga þau lieim til sín á sleða eða skíðum sínum. Hjó liann svo grafletur á steinana. Að því búnu flutti hann þá oft langan veg til kirkjugarða þeirra, sem þeir áttu að vera í, og bjó þar um þá svo vel og traustlega, að sjald- an hefir um haggað. Oftast var liann einn að verki þessu. Víða voru Ijygðar timburkirkjur fyrir norðan á síðari lduta nítjándu aldar. Voru þær oftast reislar á hlöðnum steingrunni, og því fokhætt. Jakol) festi þær niður með járnkeðjum, sem liann strengdi úr horn- stöfum í jörð nifiur. Hefir sá umbúnaður aldrei hagg- ast. Stundum var Jakob að skurðgrefti og lúnasléttun. pótti það flestum erfitt verk með þeim áhöldum, sem notuð voru i þá daga. En Jakob var vanur að segja: „pað er gott verk laxi, að hjálpa guði til að skapa.“ „Laxi“ var orðtak hans. En oftast vann Jakpb að veggjaldeðslu, þá er hann var ekki að smíðum. Margir l'engu hann til þess að byggja mylnur og liöggva mylnu- steina. Var liann því Jiefndur Mylnu-Kobbi. Oft hefir vinnubrögðum hans verið við brugðið, þá er hann var að leggja undirstöður að mylnum sinum í ár- eða lækjar- giljum, þar sem óhægt var aðstöðu. Var þá sem liann færðist i jötunmóð, er hann var að fást við stórgrýtið. j^ótti þá fáum dæll við hann að eiga. pó bar það stund- um við, að strákum þóttu kátlegar aðfarir hans, og Jiæddust því að honum. preif karl þá sleggju sína og kvaðst mundi mola skrokk þeirra. Eanst þeim þá ráð- legasl að leita undan, og þóttusl eiga fótum sínum fjör að launa. En oftast var Mylnu-Kobbi fáorður og öáleitinn, en ]>ótti kaldhæðinn og orðheppinn, ef hon- um fanst sér mishoðið. Margir töldu hann skygnan og framsýnan, og eru ýmsar sögur til um það í Skaga- l'irði. Jakob var vel vaxinn, meðallagi hár og hinn þrek-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.