Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1928, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.02.1928, Blaðsíða 7
SKINFAXI 23 legt heita, a'ð slikt skuli eiga sér stað. Spillir það mjög fyrir árangri slíkra nióta, sem þessara. Noklcur félög hafa haldið útisamkomur í sveit sinni, t. d. II. M. F. Biskupstungna við Geysi, U. M. F. Hruna- manna á Álfaskeiði og U. M. F. „J?órsmörk“ og „Dags- brún“ á Kanastaðabökkum. Á mótum þessum hafa ver- ið ræðuhöld, söngur og íþróttakeppni. Eru mót þessi hæði til gagns og gleði hlutaðeigandi sveitum, gefa fé- lögunum góðar lekjur og örfa íþróttaáhuga ungra manna. „Skarphéðinn“ hefir tekið upp nýtt fyrirkomulag um fyrirlestrastarfsemi og kynningu milli U. M. F. pvi verður best lýst með því að taka liér upp þann hluta lillögu fræðslumálanefndar liéraðsþingsins 1926, er um þetta fjallar, og tdjóðar svo: „pingið samþykkir, .... að Jiver tvö félög innan sambandsins skiftist á mönnum, þannig, að livert félag sendi einn eða fleiri af hestu mönnum sinuni i heim- sókn til einhvers nágrannafélags og gagnkvæmt. Hér- aðsstjórn ákveður Iivaða félög skiftast á mönnum. Skulu sendimenn þessir koma á fundi, segja fréttir al' félögum sínum og flytja erindi um eittlivert fræðandi efni. Móttökufélögin sjái þeim fyrir öllum heina.“ Sama fyrirkomulag var samþylct á héraðsþingi í ár. petta hefir reynst mjög vel, þar sem því liefir verið framfylgt, en noklcur tregða er á framkvæmdum enn þá. J?etta er ódýrara en að senda fyrirlesara um svæðið, en eykur miklu meira kynningu milli félaganna. Good- Templara-reglan hér syðra hefir tekið þetta upp eftir U. M. F„ en nokkuð á annan veg. J?ar eru þaö miklu stærri hópar, sem lieimsækja nágrannastúkurnar, en vafasamt hvort það er eins heppilegt, þegar til léngdar lætur. — J?ess má geta, að hugmynd þessi er upphaf- Iega komin frá Ólal'i Túhals listmálara. I íþróttamálum er stofnun íþróttaskólans i Hauka- <tal mesta nýungin. Er það að þakka dugnaði og áhuga

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.