Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1928, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.1928, Blaðsíða 4
20 SKINFAXI Frá héraðssambandinu Skarphéðinn. pað hefir dregist helsl lil lengi, a'ð senda Skinfaxa fréttir af starfi ungmennafélaganna liér eystra þetla ár. Hér kemur þá liið helsta. Héraðsþing „Skarphéðins" var háð að pjórsártúni <S.—10. janúar síðastliðinn. Sátu það 26 fulltrúar frá 14 félögum. Ennfremur héraðsstjórnin og einn gestur, alls þrjátíu. ]7ar voru rædd mörg dagskrármál U. M. F. o. fl. Lengstan tíma tóku umræðurnar um skólamál Sunnlendinga. U. M. F. hér hafa að sjálfsögðu látið það mál nokkuð til sin taka, þó að forysta þess haí'i verið i höndum sýslunefnda. En nú hafði málinu verið sigll í strand, svo sem kunnugt er, út af staðarvali sýslu- nefndar Árnesinga. Var því tvísýnna en nokkru sinni fyr um framgang þess og afdrif öll. Töldu ýmsir að heppilegast mundí vera að skifta um forystu. Einkum var því beint að U. M. F., þar sem hugsjónir lýðskóla og ungmennafélaga eru svo samtvinnaðar. Lýðskóla- mál er því sjálfkjörið áhugamál allra U. M. F. Hér- áðsþingið ræddi því málið á þeim grundvelli, hvort æskilegt væri að U. M. F í Árnes- og Rangárvallasýsl- um tækju að sér foryslu þess framvegis. Var það ein- róma álit þingsins, að tilraun skyldi gerð í þá átt, ef það væri ákveðinn vilji félaganna og samkomulag næð- ist við hlutaðeigandi sýslunefndir. Sérstakur lagabálk- ur var samþyktur um það efni og kosin ný skólanefnd. Síðan fór fram atkvæðagreiðsla heima í félögunum, og reyndust 13 af 16 eindregið með því, að taka að sér forystuna, en 3 á móti. Eitt þeirra þó skift í málinu. Úr þessu varð ekkert sökum þess, að sýslunefndirnar vildu ekki sleppa málinu úr liöndum sér, en buðu U. M. F. samvinnu að nokkru leyti. Sú samvinna hefir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.