Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1928, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.1928, Blaðsíða 4
116 SKINFAXI no.kkur málverk héngu jafnvel, á veggjum búrs og eld- húss. (Eg kom þar ekki). Við skólann er héraðssafn. Eru það gömul (nökkur hundruð ára) bæjarhús, sern höfðu verið flutt þangað, með öllu tilheyrandi: húsgögnum, búsáhöldum og úti- húsum, og öllu fyrirkomið eins og þar væri búið enn í dag. í búrinu, sem var sérstakt hús, eins og hér í gamla daga, sá eg mjólkurtrog, kirnur, fötur og fötubera af svipaðri gerð og tiðkast hér á íslandi. Rúm vinnumanns- ins var í hesthúsinu. Bærinn var lágt timburhús (skála- bygging). Dyrnar voru á gaflinum. Tveir þverbitar voru í bænum. Innfyrir þann fremri fengu beiningamenn ekki að koma, óboðnir gestir ekki innfyrir þann næsta og boðnir gestir ekki innum útskorna lausa slá, sem hékk fyrir framan sæti húsbóndans, er var fyrir gafli gengt dyrum. Með báðum veggjum voru lokrekkjur, og spar- lök fyrir. Svipuð héraðssöfn eru mjög víða útum sveitir Svíþjóðar. Er það vafalaust miklu betra eu saína öllum fornmunum í eitt stórt safn, þat sem fáir hafa tök á að sjá það. En þegar fólk hefir þvílíkt safn heitna í sveit- inni sinni, hefir það oft tækifæri til þess að sjá það; fær fólk þá meiri áhuga fyrir að halda saman fornum tnunum og gæta þess að þeir fari ekki forgörðutn. — Söfn þessi eru því um leið og þau eru til meiri skemt- unar íyrir altnenning, jafnframt til tneira gagns. Daginn eftir, eftir að við höfðum leitað upplýsinga hjá einum kennara lýðháskólans, um vcgi, bæi og tnenn, sem gaman og fróðleikur væri fyrir okkur að tala við, héldum við af stað með lestinni lengra norðvestur í Dali. Við ökum eftir mjóutn dal og nálgumst nú óðfluga fjöllin. Mér verður ósjálfrátt á að raula fyrir munni mér: „Það er sem fjöllin fljúgi móti mér, sem kólfur loftið kljúfi klárinn fer“. En í staðinn fyrir klárinn, hina „lifandi vél“ er það dauð vél, gufuvélin, brautryðjandi vélmenningar nútímans, sem klýfur loftið. Áhrif hraðans og fjörsins sem gufuvélin veitir, eru annars eðlis en þau sem gæöinguring veitir, sem fjörgar og lífgar manninn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.