Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1928, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.1928, Blaðsíða 10
122 SKINFAXI Vikivakanámsskeiðið í Reykjavik. Eins og kunnugt er, stofnaði Sambandsstjórn U. M. F. í. til kenslu í islenskum þjóðdönsum, vikivökum, i iiai.'st, og var námsskeið lialdið í Reykjavík mánaðartíma, frá byrjun nóvembermánaðar fram að 3. desetnber. Varð þátttaka all sæmileg, er tekið er tillit til, að svo seint var hafist handa, og tími því mjög af skornum skamti fyrir félögin til að ráða ráðum sínum sem best. Hafa því eflaust orðið meiri mistök á mannvali, heldur en ef tími hefði verið nógur. Mátti þó segja. að fólk þetta væri rétt upp og niður, en auðvitað ætti eigi að koma fyrir, að ósöngvir menn séu sendir til að búa sig undir þessháttar kennslu, sem aðallega veltur á söng og söng- hæfni þeirra, sem kennarar eiga að vera. — Virðast fé- lögin aö þessu sinni eigi hafa fengið stundir til að átta sig á leiðbeiningum þeim, er Sambandsstjórn rétti þeim í bréfi sínu í haust. Tekst því vonandi betur næst. Satt frá að segja, var annars allmargt mjög efnilegt fólk og áhugasamt á námskeiði þessu. — Er því von um all góðan árangur, er fram líða stundir. Alls sóttu námsskeið þetta 18 fastanemdur, og tveir úr Reykjavík. Voru æfingar á hverju kvöldi, en þrjú kvöld í viku var æft með öðruni fiokkum (nemendum Kennara- skólans tvö kvöld, og byrjendaflokk úr U. M. F. „Vel- vakandi" eitt kvöld í viku). Því miður urðu tafir allmiklar af völdum kvefpestaj þeirrar (inflúensu), sem geisaði hér í Reykjavik og nágrenni um þær mundir, og mistu sumir nemendur alt að V:! tfmans frá æfingum. Fá þó sumir þeirra uppbót á þann hátt, að þeir sem dvelja hér eöa dvöldu lengur en námsskeiðið stóð yfir, hafa verið með í áðurnefudum leikflokkum og sótt æfingar þeirra áfram.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.