Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1929, Síða 2

Skinfaxi - 01.02.1929, Síða 2
18 SKINFAXI heild að hinni auknu metnun, en ef hún hefði verið reist á þjóðernislegum grundvelli og meira með okkar sérstöku þarfir fyrir augum. Ungmennafélögin eiga að vera vökumenn þjóðarinn- ar og þá sérstaklega æskuiýðsins. Það verður hlutverk vökumannsins að vera á verði um alt það sem mestu f máli skiftir fyrir þessa fámennu þjóð og horfir á hags- bótaleið. En hvergi er viðlendari akur ræktaður en með menta- málum hverrar þjóðar. Þess vegna varðar það mestu, hvernig þau verða i framkvæmdinni. Það getur verið lærdómsrlkt fyrir islensku ungmenna- félögin, að athuga hvernig hefir farið tam þessa æsku- Iýðshreyfingu hjá frændþjóðum okkar. Þau hafa þar hvarvetna orðið þjóðernisleg hreyfing með kröfum og framkvæmdum í þjóðlega átt. Æskulýðshreyfingin danska ber uppi hina vel þektu dönsku lýðháskóla, sem játað er að hafi unnið dönsku þjóðinni — og jafn vei Norð- urlöndum í heild sinni — undramikið gagn. Norsku ung- mennafélögin hafa að mínu viti unnið hið ótrúlegasta þrekvirki. Bæði með þeirri stórmerku hluttöku sem þau hafa átt í mentamálum lands síns og þar með lagt sinn mikla skerf til hinnar merku og næstum einstæðu end- urreisnaibaráttu Noregs. Og þá ekki síður með þeirri djörfu konungshugsjón, að skapa nýtt sameiginlegt rit- mál fyrir allan Noreg. Auðvitað er þeirri baráttu enn ekki iokið, en flestir kunnugir telja sigurinn í nánd og þegar hefir mikið áunnist. Frá Svíþjóð er sömu söguna að segja. Og nú síðustu árin hafa ungmennafélögin þar í landi hafið nýja sókn til meiri þjóðernislegrar hreyf- ingar. i Sumir kunna nú að ætla að með þessum linum sé að þv.í stefnt, að reisa einhverja þjóðernislega þvergirð- ing eða ofrembing. En því fer fjarri. Sönn þjóðernisleg hugsun á alls óskylt við það, að útiloka sig frá betri áhrifum frá útlendum og framandi þjóðum. Þvert á móti á hún vegna ástar sinnar á iandi og þjóð að vera si

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.