Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1929, Qupperneq 4

Skinfaxi - 01.02.1929, Qupperneq 4
28 SKINFÁXI Ungmennafélögin eiga og þurfa að beita sér fyrir stofnun héraðsskóla sem starfræktir séu samkvæmt hug- sjónum þeirra og grundvallarreglum. Efalaust er Lauga- skólinn i S.-Þingeyjarsýslu merkasta íslenska tilraunin í þessa átt. Bæði sökum þess, að ungmennafélög og æskulýður sýslunnar bera sjálf skólastofnunina til fram- kvæmda, þótt ríflegur styrkur komi annarstaðar frá. Og ekki síður er þessi skóli merkilegur sökum þess, að fyrsta skifti i islenskum skóla, er mentun handarinnar (hin verklega mentun) sett iafn hátt og hugans. Þess væri full þörf, að einmitt Ungmennafélögin beittu sér fyrir þvl, að hér gerðust þau straumhvörf, að hin almenna verklega mentun yrði aukin. Eins og nú er komið er hin bóklega mentun komin i viðunan- legt horf að öðru leyti en því, að nauðsynlegt er að hún verði þjóðlegri og það á hún að verða í hverju héraði með æskulýðsskólum, sem útbreiða hugsjónir Ungmennafélaganna. En verklegri menningu almennings er enn alt of áfátt hjá okkur og úr því er nauðsýnlegt aft bæta með aukinni tilsögn í þeim fræðum f barna- skólum og héraðsskólum. Eins og kunnugt er fer héraðsskólum smáfjölgandi hér á landi og flestir skólastjórar þeirra og forvígismenn eru meira og minna snortnir af Ungmennafélagshreyf- ingunni og mótaðir af henni. Nú f haust er að risa upp hinn margumtalaði héraðsskóli á Suðurlandsundir- lendinu og verður forstjóri hans gamall og áhugasamur Ungmennafélagsmaður og má vænta hins besta af skóla- stjórn hans. Hvftárbakkaskólinn hefir einnig verið með almennum stuðningi úr hinu fagra Borgarfjarðarhéraði efldur f þjóðlega átt sfðustu árin. En hvaft höfumst vér Vestfirðingar að? Vegna legu okkar er okkur hin mesta nauðsyn á góftum héraðsskóla og við höfum lfka að vissu leyti fengið hann með Núpsskólanum, sem aðallega er til orftinn fyrir forgöngu einstaks manns, er meft dæma- fárri óeigingirni og þrautsegju hefir starfað fyrir þá

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.