Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1929, Side 5

Skinfaxi - 01.02.1929, Side 5
SKINFAXI 21 hugsjón sína, að koma upp góðum héraðsskóla á Vest* fjðrðuin. Starf sr. Sigtryggs Guðlaugssonar í mentamál- um okkar Vestfirðinga er svo merkilegt, að um það þyrfti að rita sérstaklega af einhverjum lærisveina hans I eða nákunnugum manni. Nú hefir héraðssamband Ungmennafélaganna hér tekið héraðsskólamálið á slna arma og þokað því nokk- uð í áttina, en ofsmátt vegna þess að félögin eru ekki nógu samtaka um þetta merkilega starf. Dæmi annara, bæði innlend og erlend, ættu að vera okkur upphvatn- ing til þess, að fyllast nýjum krafti fyrir þessu merki- lega máli og það því fremur sem okkur er boðin fram- rétt hönd brautryðjandans og samkennara hans í þessu skólamáli. Vegna þessa eigum við hægara uur fram- kvæmdir ef rétt er að farið. I>að er líka min trú, að samhuga sókn í þessu máli myndi a. m. k. er timar liðu fram hafa örfandi áhrif á alla góða starfsemi æskulýðs hér vestra og auk þessa á góð skólastofnun að geta orðið óbein lyftistöng margra almennra framfaramála. Einhverjir kunna nú aö segja, að með starfrækslu unglingaskóla I kaupstöðum og sjóþorpum yrði uniræddu marki náð og sérstök skólastofnun sé óþörf. En eg tel það fjarri. Þeir skólar geta bæði verið góðir og nauð- synlegir þótt þeir ekki komi að fullutn notum til þeirra hluta sem hér hefir verið bent á. Jafnhliða héraðsskólamálinu ættu Ungmennafélögin að láta sér hughaldið um eflingu menningarsjóðs Vest- firðinga og mun bráðlega hér í blaðinu birt skipulags- * skrá fyrir sjóðinn og greinargerð fyrir ætlunarverki hans.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.