Skinfaxi - 01.02.1929, Qupperneq 6
22
SKINFAXI
Litast um.
1. des. 1928.
[Niðurl.]
í árbjarraa aldar þessarar hefjast „vormenn íslands"
handa. Það er ekki stjórnmálabarátta þjóðarinnar, sem
þeir Iáta sig mestu máli skifta, þvi á þvi sviði var
þegar sigurvinningur fenginn 1903 og síðan hver af öðr-
um 1915 og 1918. — En það voru önnur stjórmnál og
sjálfstæðismál, engu þýðingarminni, sem þeir hófust
handa með: persónulegt sjálfstæði og sjálfstjórn hvers
einstaklings. Öll stefnuskráin er ofin um þann kjarna:
Sannmeritaðu sjálfan þig, og hjálpaðu öðrutn til menn-
ingar, og hafðu að hyrningarsteinum þeirrar viðleitni:
Kristindóminn, þjóðerniskendina og móðurmálið.
Málgagn okkar, Skinfaxi, réðist all-snarplega á læpu-
skapshugsunarhátt þann, sem mjög bar á í byrjun ald-
arinnar, og birtist i því, meðal annars, að ósiðvandir
fjárbraskarar óðu hér um, gintu ýmsa einfalda efna-
menn, — oft með því, að veita þeim áfengi, — til þess
að ljá nöfn sin og eignir til tryggingar í braski þeirra.
Mun þar margur hafa mist aleigu sína, og hefði eflaust
hlotist af meira tjón, ef enginn hefði opnað augu fólks-
ins fyrir hættunni. Hér voru komnir „Filistear“ nútím-
ans, sein réðust á þjóðina, þegar hún var að setjast
að aftur í fyrirheitnu landi frelsis og sjálfstæðis, eftir
margra alda útlegð einveldis, einokunar og hverskonar
harðréttis, sem undirlægjuhætti og eynid eru sífelt sam-
fara.
Golíat er ekki enn að velli lagður. Hann kemur dag
hvern fram fyrir fylkingar sínar, risavaxin eirbrynjuð
lmynd sjálfselsku, eigingirni og íhaldssemi á öllum svið-
um. í 40 daga urðu ísraelsmenn að þola ögranir risans.
Þætti mér ekki ólíklegt, að Golíat ögraði okkur i 40
ár, en hann hlýtur að falla og skal falla!