Skinfaxi - 01.03.1929, Blaðsíða 5
SKINFAXI
37
berja'jt við sjálfa sig. — Drottningin sem her þessum
tfjórnar heitir Tiska. Hún gengur á undan háhíeluð,
sii vpilsheft, hárstífð og máluð með gula góma. —- Hún
leiðir við hlið sér afkvæmi sitt og þjón er Hégómi
heitir; hann getur tæplega áfram skreiðst á sínum vesölu
vöðvalausu pipuleggjum. Beinin eru þvi nær skinin,
brjóstið innfallið, þvf lungun eru löngu skorpin orðin af
eitruðu tóbaksreykjarloiti, og augun lygnast fjörlaus og
magnvana. Hann gengur kjólklæddur samt, með silki-
hatt, og gula gómana geymir hann í hvítum glófum.
Hér gefur að lita kennara og fyrirmynd allra sikar-
ettu- buxnavasa- hengilmæna heimsins! — Við hina
hönd sér leiðir drottningin frænda Hégómans er Afgíapi
heitir. Hann er likt klæddur og frændi hans, en föt hans
öll eru skarni ötuð, þvi vegna allsterkra áhrifa frá guði
þeim sem hann tilbiður, og Bakkus nefnist, hefir hann
velst um i for og feni, meiddur á andliti og á höndum,
allur þnitinn og blár. Augun eru sljó, rauð og vot og
hver vesaldardropinn af öðrum leggur leið sína úr nef-
inu niður á ístruna. Hann hvorki mælir, sér, heyrir né
skilur, því vitið er flúið.
Eitt húsdýr hafa þokkahjú þessi, er þau telja sinn
þarfasta þjón og nefnist Refur.
Hann hefir tamið sér þá list að kenna mönnunum
að fremja glæpi án þess hægt sé að saka þá fyrir;kent
þeim að féfletta meðbræður slna, leika sér með almanna-
fé og Ijúga og stela miskunar- og blygðunarlaust, án
þess að lögin nái til þeirra. Kent þeim jafnframt, að
vanvirða og brjóta lifsreglur þjóðfélagsins, og þá ekki
siður llfsreglur heilsufræði og siðfræði.
Refur er tryggur og fylgispakur húsbændum sínum.
Ekki þarf að evða Ijósmeti handa honum. Hann er
skuggans vinur og vinnur þar. Hann byrjar oft á börn-
unum og kennir þeim að hnupla ýmsu smávegis og
þá veit hann að lýgin er auðlærð á eftir. Rebbi dinglar
skottinu og gyllir alt það útlenda: — „Að þú skulir
geta fengið af þér að ganga í ísl. uliarfötum, unnum í