Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1929, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.03.1929, Blaðsíða 7
SKINFAXI 39 né um næstu íslands þúsund ár! Hvorumegin viljið þið nú skipa ykkur í fylkinguna? — Undir hvaða merki viljið þið nú berjast? — Ungu aflríku íslendingar, veljið nú um: íslands fána eða — landeyðumerkið!--------------- Fleira eg ekki færi f letur en framkvæmd beiti hver sem getur svo okkur lfði’ æ betur, — betur; blessun færist þjóð í skaut, en fénda-ánauð flýi ’á braut. — Þörf er brýn um þetta að ræða en þó enn meiri að vinna. — Látið þið berast boð um það, til hinna. B. G. Landssýnmgin 1930. Góði „Skinfaxi"! Þótt eg beini þessum orðum til þin, þá eru mér aðatlega í hug ritstjórarnir, Björn og Guðmundur. Eins og nærri má geta er það landssýningin 1930, sem eg hef bak við eyrað. Þegar eg liugsa til Vestfjaröa og sýningarundirbúnings þar, þá varpa eg allri minni á- hyggju upp á þá félaga, þeir eru vísir til að gangast fyrir héraðssýningunni eða sýningu fyrir alla Vestfirði, annað hvort á vori komandi eða snemma á vorinu 1930. Eg treysti þessum ungmennafélags forkólftim hið besta í þessu efni, þeir hafa góða aðstöðu, hafa yfir fjöllesnu blaði að ráða og eru unglingaleiðtogar og geta þannig haft mikil og víðtæk áhrif á almenning. Heimilisiðnaðurinn á Vestfjörðum hefur, auk þeirra tveggja, nýlega fengið góðan liðsmann til viðbótar, þar sem er Guðmundur Hagalín rithöfundur. Þykist eg mega fullyrða að hann vill styðja „Skinfaxa“ og for- ráðamenn hans að undirbúningi sýningar fyrir Vestfirði

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.