Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1929, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.1929, Blaðsíða 14
62 SKINFAXÍ Frá fjelögum og fjelagsvegum. íþróttaskóli í Haukadal. íþróttaskóli Sig. Greipssonar í Haukadal í Biskups- tungum, sá er hann kom upp á s. 1. sumri, — og áður hefir verið minst á í Skinfaxa, hefir vel tekist. — Sóttu skólann í vetur nítján nemendur, og voru víðsvegar að. Leyfði ekki húsrúm fleirum þátttöku, þótt umsóknir væru allnokkrar að auki. Skóladvölin varaði hálfan fjórða mánuð. Kostnaður aliur yfir þann tima fyrir kenslu, fæði, húsnæði og þjón- ustu var aðeins 280 krónur. Margt mælir með skóla þessum: Hann starfar á þeim tíma árs, sem allra hent- astur er, veitir uppfræðslu ágæta, og er ódýrari en flestir dvalarstaðir aðrir. Má þess, til dæmis, vera mikill munur fyrir unglingsmenn, er sjóveru stunda, að flækjast um götur Reykjavikur eða einhverra sjávarþorpa er þeir koma á land, og eyða þar oftlega, þeim sjálfum til meira ógagns en nytsemdar, því er þeim hefir efnast, — ellegar að fara þá til skólaveru að Haukadal. Auðga þar anda sinn að nytsamri þekkingu, og styrkja skrokkinn með hollum og hressandi æfingum. Auglýsing um skólann næsta vetur, ásamt ýmsum upplýsingum, er á framsíðu blaðs þessa. Kappglímur. Háðar hafa verið sýsluglímur í sumum sýslum nú í vetur. Hefir til þeirra verið efnt með hliðsjón til þing- vailaglímu árið 1930: Kappglfma í Kjósarsýslu var að Búðarlandi 12. janúar, keppendur 9. — Kappglíma í Húnavatnsýslu í febrúar, keppendur 6. — Kappglíma í Mýrarsýslu 24. febrúar, keppendur 8. Nýtt fjelag. Ungmennafjelagið „Trausti" í Breiðvík á Snæíeiisnesí

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.