Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1929, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1929, Blaðsíða 5
SKINFAXI 53 linningarorð. Um áramótin nema flestir staðar augnablik, og líta um öxl. Tiðast dvelur hugurinn þá við það, er oss f nst unnið, eða mist. Er árið geklc í garð, ólum vér öll vonir í brjósti, er annað hvort rióu eða rættust. Þá er sá hverfur sjónum ungur, sem margar vonir hafa fylgt, er jafnan vert að láta hugann dvelja um stunri við að athuga æfistarfið, sem frá var horfið, hvort sem æfiskeiðið var langt eða skamt. Oss, ungmennafélögum, er það eigi síður holt en öðrum. Þvi vildi eg biðja „Skinfaxa" að flytja nokkur minningarorð frá oss, félags- systkinum Guðmundar heitins Steinssonar frá Miðengi, er dó af slysförum í júlí síðastliðnum á m.b. „Björgvin". Ungur var Guðmundur og flestum óþektur hér, er hann gekk í félag vort, 24. nóv. 1924. Snemma sást, að hann hafði komið í hópinn af því, að hann þráði að neita kröftum sínum að göfugu marki. Mér er minnisstætt, hversu djarfmæltur og djarfhuga hann jafnati var, er áhugaleysi og deyfð félagslífsins var að umræðuefni, enda mátli liann djarft úr flokki tala, því að reiðubúinn var liann til þess, að rcka þá illu fjanda, deyfð og áhugaleysi, út fyrir télagsmörkin, og þó lengra hefði verið. Ekki er vafamál, að hinti framsækni andi Guðmund- ar sál. ltefir alið margar vonir og þrár, er enn voru eigi fram kontnar. Sjálfur reit hann einum vina sinna seinasta árið, er hann lifði, þessi orð: „Ekki þarf að kvarta yfir því, að ekki séu nóg verk- efni til, því að eg er með höfuðið fult af efniviði, sent aðeins bíður eftir að vera tegldur til og fágaður. En eins og nú standa sakir, lítur ekki útfyrir annað, en að þessi vísa eftir „Fornúlf" ætli að sartnast á ntér: „Eg man þá daga æsku í eg ætlaði að gjöra niargt,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.