Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1929, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.1929, Blaðsíða 10
58 SKINFAXI þykjast á hverjum tíma hafa nóg með að búa sig við þvi, sem vissa er fyrir. .Jeg tel mestar likur ti! að allur þorri af fólki, sein eitthvað kynni að leggja til sýningar, bíði með að vinna þessháttar, meðan það ekki veit nema, ef vera má af líkum og getgátum, — hvort nokkur sýning verður. Velflest af því fólki hefir nóg annað fyrir stafni, og sýningariðja hlýtur allajafna að verða nokkuð á annan veg, en það sem ætlað er til daglegra þarfa. Jeg minnist, að þar sem jeg heyrði fyrst umræður um hátiðahaldið 1930, var talað um sýningu, sem yrði fjöl- þætt, sýning helst á öllum föngurn landsins og fram- leiðslu. Nokkuð í þá átt var sýningin hjer 1911. Nú hefir mjer skilist, að fyrir allnokkru hafi Iðnaðarmenn algerlega hætt við sýningu. Landbúnaðarsýningu hefir, allt til þessa, lítið verið talað um. Sjávarútvegssýning þykir síst liklcgri. Listamenn liafa ekkert um listasýningu kunngert, enda hafa þeir nokkuð aðra aðstöðu. — Qæti nú ekki margt fólk alveg eins, látið sjer detta það í hug, að ekkert yrði úr heimaiðjusýningunni heldur. Jeg vil taka það fram, til að fyrirbyggja allan mis- skilning, að jeg geng lijer útfrá því, sem almenningi má vera kunnugt. Þó að stjórnir einhverra fjelaga, eða ein- stakir menn, kunni að hafa haldið fundi um málið, hvort heldur í Reykj vík eða annarsstaöar, eru það engar upp- lýsingar fyrir almenning. Af þessu framansagða verð jeg að telja það óhjá- kvæmilegt, að eigi eitthvað að verða úr þessari sýningu nema umtalið eitt, þá á hún að auglýsast opinberlega það allra fyrsta, og eigi síðar en í vor eða fyrri hluta sum- ars. Skiftir engu í því efni, liver fyrir þessum framkvæmd- um gengst. Hvert sem það væru einstakir menn í sain- ráði við hátiðanefndina eða viss fjelög, eins og Heim- ilisiðnaðarfélag íslands, ellegar á annan hátt fyrfr kom- ið. Jeg tel sjálfsagt, og hefi jafnan haldið því fram að stjórn Heimilisiðnaðarfjelags íslands eigi að hafa aðal- ráðin með þessa sýningu. — En þar sem vitanlegt er, að Heimilisiðnaðarfielag íslands eru aðeins fáeinar konur

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.