Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1930, Síða 4

Skinfaxi - 01.12.1930, Síða 4
192 SKINFAXI verið siður að búa til laufabrauð fyrir jólin. Annarstað- ar á landinu mun það ekki liafa verið venja að gjöra ]jað, nema þá á utöku heimilum, þar sem Norðlending- ar liafa ráðið húsum, því kunnugt er mér um það, að þeir Jiafa lialdið við þessum fallega sið þótt þeir liafi flutzt í aðra landsfjórðunga. Mig brestur söguleg rök til að segja, hvað þessi list er gömul, eða livaðan hún er upprunnin í byrjun. Það veit líklega enginn. Mér er ekki kunnugt um, að hennar sé getið í gömlum ritum eða öðrum heimildum frá fyrri öldum. Yæri þó þörf að rannsaka það, því að hugsast gæti, að um laufa- brauð væri getið í einhverjum gömlum heimildum. En hitt er víst, að hún hefir verið stunduð hér norðan- lands öldum saman, jafnhliða stafabrauðinu, sem inun hafa verið algengt um land alt, en sem nú er alveg liorf- ið. Það er líka efni, sem þarf að rannsaka. Þó að telja megi vist, að það sé komið frá útlöndum, því að þar mun stafabrauð liafa verið algengt hjá ýmsum þjóð- um. En aftur er víst ekki kunnugt um, að nokkur þjóð bafi búið til laufabrauð — í nokkurri mynd — og mun sú list því vera alislenzk að uppruna og því enn meiri þörf að halda lienni við og eins að rannsaka aldur henn- ar og uppruna. Það er venja, að búa til laufabrauðið einhvern dag í vikunni fyrir jólin, og er sá dagur nefndur laufabrauðs- dagur. Er talið betra, að það hafi verið geymt nokkra daga, áður en það er borðað, því að við geymsluna mýkist það. Eru þann dag öli störf lögð til hliðar á heimilinu, nema matreiðsla og skepnuhirðing, þvi að flest eða alt heimilsfólkið hjálpar til við brauðgerðina. 1 laufabrauð er valið gott hveiti. En áður en iiveitið var almennt til notkunar i brauð, var laufabrauð liúið til úr mjöli. Var kornið malað eins vel og liægt var í kvörn. En þá voru kvarnir til á flestum eða öllum heimilum. Siðan var mjölið sigtað vandlega og síðan notað til laufabrauðsgerðar. Ein ekki var brauðið eins

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.