Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1930, Page 12

Skinfaxi - 01.12.1930, Page 12
200 SKINFAXI fæddur. Vaknið, vinir, varpið hversdagsönnum. Meistari manna og engla meðal vor er fæddur. Hann, sem liimnum ræður, holdi voru er klæddur. Því er bjart í bgggðum, bjart í hvers manns geði, og vetrarsólhvörf verða að vori, kviku af gleði. A. S. FjallaferSir. „Á veltandi steini vex ekki mosi“, segja Englend- ingar. í málshætti þessnm er fólginn visdómur lifs- ins. Lögmál lífsins eru einföld eins og frumefnin, reyndar IiáÖ líkum skilyrðum. Allt, sem er staðbund- ið — i fullri merkingu orðsins — á fyrir sér að verða mosavaxið, og hyljast undir yfirhorði jarðar. Hvaðan er kominn smásálarskapur og heimaþras? Víst frá þeim, sem innra eru orðnir að steingerving- um og lieyra ekki lengur og skilja hreyfingu lifsins. Menn geta verið uppþembdir af ættjarðarást og öðr- um dyggðum, en þó unnið sér og umhverfinu eilíft tjón, bara af þvi að þeir eru hættir að lireyfast, — en finna það ekki. Orsakir þessa algenga meins eru ofur skiljanlegar og oft má fá hætur þess með hægu móti. Fóllc, sem liorfir á sama umhverfið af sömu sjónarliæðum ár eftir ár og fullnægir framkvæmda- þrá sinni oft með örþrifaráðum, það má hafa mik- inn andlegan styrk og lesa sólarljóð, ef ekki á illa að fara.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.