Rauði fáninn - 01.11.1936, Síða 2
2
RAUÐI FÁNINN
Frá Siglufirði
§UK heldiar
ráðslefnu
Samband ungra kommúnista hefir
nú undanfarna daga haldið ráðstefnu
í Reykjaví'k. Sátu hana um 20
manns. Voru þar fulltrúar frá Reykja-
vík, Akureyri, Siglufirði og Húsavík
og ennfremur mættu þar FUK-félag-
ar fyrir Isafjörð, Vestmannaeyjar og
Austfirði.
Ráðstefna þessi er háð á mjög
mikilvægum tímamótum. Afturhalds-
öflin herða hvarvetna sóknina og bú-
ast til að ræna alþýðuna frelsi henn-
ar og fengnum réttindum. Það varð
því eitt af veigamestu viðfangsefnum
ráðstefnunnar, að ræða um vörn og
gagnsókn æskunnar gegn ofbeldisá-
formum fasismans.
Allir fulltrúarnir voru á einu máli
um það, að það eina ráð, sem dygði
væri samfylking og samstarf allra
írjálslyndra æskulýðsfélaga í land-
inu fyrir lýðræði, frelsi og menning-
armálum æskunnar. Yrðu æskulýðsfé-
lög vinstri flokkanna, Ungmennafé-
Lögin o. s. frv. að beita sér fyrir þessu
og vinna að því að skapa víðtækan,
frjálslyndan félagsskap, er fær væri
um að standa vörð um frelsi og lýð-
ræði þjóðarinnar og verja æskuna
gegn eitri fasismans.
Var síðan rætt nákvæmlega um á-
standið á hverjum stað og gerðar á-
ætlanir um starfið þar.
Samtímis þessari ráðstefnu, fór
fram þing Alþýðusambands Islands
og Sambands ungra jafnaðarmanna,
þar sem samfylkingarmálin voru til
umræðu. Sendi SUK þingi ungra
jafnaðarmanna tilboð um samstarf og
samfylkingu, en því miður svaraði það
aðeins því, að það mundi í þessu
máli binda sig við ákvarðanir Al-
þýðusambandsþingsins. Við treystum
því þó, að þetta verði á engan hátt
til að hindra samvinnu okkar við
unga jafnaðarmenn. — Enda mun
það einlægur vilji allrar hugsandi al-
þýðuæsku í landinu, að samfylking-
in takist sem fyrst.
Ráðstefnan samþykkti ávarp til ísl.
æskulýðsins, sem birt er á öðrum
stað í blaðinu.
Þessi ráðstefna SUK markar stórt
spor í samfylkingarbaráttu æskunn-
ar. Væntum við þess, að hver ein-
asti F.U.K.-félagi vinni nú ötullega
að framkvæmd þeirra verkefna, er
fyrir liggja — og heitum á atla frjáls-
lynda æsku í landinu, að styðja þessa
mikilvægu baráttu.
Á Siglufirði eru fjögur pólitísk
æskulýðsfélög. Félag ungra kommún-
ista, Félag ungra jafnaðarmanna, Fé-
lag ungra framsóknarmanna og Fé-
lag ungra sjálfstæðismanna. Um
starf þessara félaga er það að segja,
að það hefir verið mjög misjafnt, eins
og’ gefur að skilja. Það er mikið vafa-
mál, hvort hið síðasttalda getur
kallast æskulýðsfélag, þar sem vit-
anlegt er, að því hefir verið haldið
uppi af mönnum, sem löngu eru hætt-
ir að vera ungir, bæði líkamlega og
það ekki síður andlega. Sömuleiðis
er vafamál hvort hægt er að tala um
það sem starfandi fél-ag, því fundir
hafa ekki vefið haldnir nú um æði
langt skeið. F. U.F. var stofnað s. 1.
vor. Er það því bæði ungt og óreynt
og verður ekki að svo stöddu sagt urn
hver þess framtíð verður. Starf F. U.
J. hefir legið niðri nú um eins eða
tveggja ára skeið. Eina félagið, sem
haldið hefir uppi óslitnu félagsstarfi
og heldur því enn uppi, er F. U. K.
Þó að misjafnlega hafi verið unnið
og þó að stundum hafi bláþræðir
komið á starfið, þá hefir líka stund-
um verið vel starfið og þráðurinn
aldrei slitnað. Síðastl. vetur bætt-
ust því margir nýir meðlimir og all-
mikið líf færðist í það, en í sumar
dofnaði aftur yfir því, eins og öllu
félagslífi á staðnum yfirleitt. Eru
það atvinnuhættirnir sem því valda.
Nú með vetrinum mun starfið lifna
og glæðast á ný.
Á Siglufirði eru ótalmörg verkefni,
sem bíða úrlausnar æskulýðsins. At-
vinnu- og menningarskilyrði hans eru
algerlega óviðunandi á margan hátt.
Sérstaklega er þó sundlaugarmálið
það mál, sem hrópar á æskulýðinn.
Það er svo mikið heilbrigðis- og menn-
ingarmál, að það má ekki dragast að
það komist í framkvæmd. En til þess
að geta leyst þessi verkefni, þá þarf
mikið átak. Það kostar baráttu við
afturhaldsöflin, sem nú eru ráðandi
í bænum.
Nú þurfa ungir kommúnistar og
RAUÐI FÁNINN.
Mánaðarlegt æskulýðsblað.
Útgefandi: S.U.K. á íslandi. (Deild
úr A.U.K.).
Afgreiðslumaður: Jóhannes Jóseps-
son, Laugaveg 38, Reykjavík.
Póstbox: 761.
Verð kr. 3.00 árgangurinn, lausasala
25 aura eintakið.
Ritstjóri: Hallgi'ímur Hallgrímsson.
ungir jafnaðarmenn að taka höndum
saman í þessari menningarbaráttu.
Og þeir þurfa að fá allan frjálslynd-
an æskulýð í lið með sér. Bezt væri
ef takast mætti að mynda eitt öflugt
og sterkt æskulýðsfélag, er starfi á
grundvelli frjálslyndis og lýðræðis að
alhliða framförum og umbótum æsku-
lýðnum til handa. Það, að mynda slík
varanleg samtök, er verkefni, sem
nú liggur næst og mest er knýjandi.
Og á því, hvernig það verður leyst,
veltur mikið. Á.
r
I landi Mussolinis.
Bologna, 13. okt. Hér stíga nauð-
synjavörurnar mjög. Brauð hefir stigið
um 10 cent kg., fuglakjöt frá 6,5 upp
í 10 lírur, kaffi frá 31 upp í 34 lírur
kg., sítrónur frá 30 upp í 70 cent
stykkið. Þessi verðhækkun vekur
mikla andúð, þar sem launin eru
svo lág, og 35000 verkamenn eru
vinnulausir. Oft heyrist sagt manna
á milli: ,,Við ættum að fara að eins-
og á Spáni“. Sunnudagsnóttina var
málað á múrvegginn á Piazza 8
agosto: ,,Lifi alþýðufylkingin“. Áletr-
unin stóð allan sunnudaginn.
í Vestmannaeyjum
hefir nýlega verið stofnað sundfélag.
Fyrir voru í bænum 2 íþróttafélög,.
„Týr“ og ,,Þór“. Aðstaða til sundiðk-
ana er mjög góð í Eyjum, þegar hin
ágæta, heita sjólaug bæjarins er op-
in. En það er því miður ekki alltaf.
Laug þessi er 20 m. á lengd og þykir
því of stutt til lögmætrar keppni,.
enda eru komnar fram raddir um að
lengja hana um 5 m. Sömuleiðis þyrfti
að koma upp sólbaðsskýli við laugina
og jafnvel byggja yfir hana, en þá.
yrði hún miklu aðgengilegri á vet-
urna og sparari í rekstri.
Nú er verið að gera endurbætur á
Alþýðuhúsi Vestmannaeyja, byggja
leiksvið o. fl. Verður húsið þá af-
bragðs samkomuhús og fyllilega á
borð við hin bestu í öðrum bæjum.
Þá á unga fólkið í Eyjum kost á
verulega góðu húsi til skemmtana-
og hátíðahalda.
RAUÐI FÁNINN
er eina æskulýðsblað lands-
ins. Útbreiðið R. F.
j