Rauði fáninn - 01.11.1936, Síða 6

Rauði fáninn - 01.11.1936, Síða 6
6 RAUÐI FÁNINN Unga fólkið á Akureyri. Á Akureyri er afarmikið atvinnu- leysi meðal æskulýðsins, því ýmsar atvinnugreinar (fisk- og síldarvinna) hafa lagst niður á seinni árum. Þó hefir á síðustu árum risið upp töluverður nýr iðnaður, þar sem ung- lingar og stúlkur vinna. Kjör þessa verksmiðjufólks eru mjög slæm, enda hefir það engin samtök haft, þangað til í fyrra að það stofnaði félagið ,,Iðju“ — gegn fjandskap sumra atvinnurekenda. Fé- lagið hefir- vaxið mjög og eflst síð- an og veifður sjálfsagt fært um að bæta kjör verksmiðjufólksins að mun. Sendisveinar eru eitthvað um 30 á Akureyri. Launakjör þeirra eru ó- heyrilega slæm. Fyrir 9—10 klukku- stunda erfiða vinnu á dag, árið um Lring, hafa þeir aðeins 35—75 kr. á mánuði. Sendisveinarnir hafa enn engan fálagsskap með sér, sem er þó orðin lífsnauðsyn fyrir stéttina. Mörg- um þeirra er orðin ljós hin brýna nauðsyn á slíkum hagsmunasamtök- um og vafalítið verður þess skammt -að bíða, að „Sendisveinafélag Akur- <eyrar“ verði stofnað og að það berj- ist með þeim árangri, að kjör sendi- sveinanna á Akureyri verði ekki lak- ari, en stéttarbræðra þeirra í Reykja- vík. Iðnnemar eru allmargir á Akur- -eyri. Kjör þeirra munu hvorki vera betri eða verri en annars staðar, en mörg eru dæmi þess, að gerðir samn- ingar af hálfu meistaranna eru þver- brotnir og á margan hátt troðið á rétti þeirra. Þetta ætti að sýna iðn- nemunum nauðsynina á því að stofna með sér öflug hagsmunasamtök til varnar og sóknar í þeirri baráttu, sem þeir hljóta að heya á komandi tím- um. — Önnur félög. Af því sem áður er sagt, er það Ijóst, að hagsmunasam- tök alþýðuæskunnar, þ. e. a. s. þeirr- aar æsku, sem ekki er skipulögð í verklýðsfélögunum, eru mjög veik og að mestu ósköpuð enn sem komið er. Þau æskulýðsfélög, sem berjast fyrir .almennum menningarmálum, eru flest fámenn og lítilsmegandi. Iþróttafé- lögin, og þá sérstaklega íþróttafélag alþýðunnar, _,,Þór“, eru all sterk. :,,Þór“ hefir barist fyrir því undan- farið að reist yrði íþróttahús á Akur- •eyri, sem er afarmikið nauðsynjamál ■og má teljast mál málanna, ef æsk- an á að geta lifað menningarlí'fi. En ^,,Þór“ má ekki standa einn í þeirri íbaráttu. Hann verður að safna um sig öllum framfarasinnuðum æskulýðsfé- lögum og mynda þannig sterka her- línu gegn afturhaldinu, sem berst gegn þessu nauðsynjamáli. — Póli- tísk æskulýðsfélög eru tvö á Akur- eyri: F. U. K. og F. U. F. Þau berjast bæði eftir því sem þau bezt geta fyrir menningar- og framfaramálum æsk- unnar, en eru bæði of fámenn ennþá. U. M. F. A. hefir nú lengi — illu heilli — legið niðri og er því einskis nýtt fyrir æskulýðinn. Það, sem skortir sérstaklega á í félagsmálum æskunnar á Akureyri, eru sterk heildarsamtök, sem öll frjálslynd æska gæti fylkt sér inn í. Nafn þess félags er ekkert aðalatriði. — Ungmennafélag Akureyrar, Æsku- lýðsfálag Akureyrar — bæði nöfnin mættu vel duga; aðalatriðið er, að sá félagsskapur vildi berjast fyrir brýnustu menningarmálum æskúnn- ar og heilbrigðu skemmtanalífi henn- ar, að sá félagsskapur væri fjörmik- ill og glaðvær, svo að æskan fyndi að þar væri hennar rétti staður. Þann- ig væri líka bezt byggt það varnar- virki, sem sókn fasismans meðal æskulýðsins strandaði á. Það er skylda alþýðuæskunnar á Akureyri að gera sitt til þess, að fasisminn nái ekki að læsa klóm sínum um föður- land okkar. B. J. Menningarmál æ$ku> lýðsins á Seyðisfirði. Hvar, sem maður kemur í kaup- tún á Austurlandi, gefst að sjá hörm- ungar atvinnuleysis, en þó er lang- ömurlegast að sjá allan þann ung- lingahóp sem ráfar um göturnar og veit ekki hvað hann á að taka fyrir hendur. Á Seyðisfirði er atvinnu ung- linga þannig háttað, að meiri hluta sumarsins verða þeir að stunda línu- vinnu frá morgni til kvölds. Stundum kemur það fyrir, að þannig verða þeir að standa hræringarlausir í sömu sporum, alt að 14 tíma í sólarhring. Á þennan hátt er unglingunum ó- mögulegt að taka þátt í því litla í- þróttalífi, sem þar er, eins og t. d. sundi. Á Seyðisfirði er að nafninu til sundtjörn, sem í blómatíð kaupstað- arins var ístjörn, sem jökulvatn renn- ur í. En bæjarstjórnin hefir látið dubba upp á hana svo að hún álítur að hún sé nothæf. En það er langt frá því að svo sé. Og er háborin skömm fyrir höfuðstað Austurlands hvað hann hefir látið sig slíkt menn- ingarmál litlu varða. Meira að segja á tímabili féll sundkennsla alveg niður. Afleiðingin af þessu er sú, að fjöldi af ungum mönnum, þó sérstaklega sjómenn, kann ekki sund, sem kemur líka af þvi, að atvinna þeirra er þann- ig, að þeir hafa aldrei tíma og tæki- færi, þegar tíðarfarið er þannig, að hægt sé að vera í jökulvatni. Á haust- in', þegar erfiði verklýðsæskunnar er lokið, þá býður hennar ekki annað en dapurlegt atvinnuleysi. Væri nú upphituð sundlaug á staðn- um, eins og er alstaðar í stærri kaup- túnum landsins, væri mikið bætt úr þessum vandræðum. En þetta er ekki nægilegt. Ungling- arnir verða að mynda með sér félags- skap sem hefir það grundvallaratriði að taka til meðferðar atvinnuleysis- mál þeirra, halda uppi félagslííi með skemtifundum, jafnvel gangast fyrir samkomuhúsbyggingu, sem ekki er til á staðnum og sem altaf hefir ver- ið hemill á félagslífi unga fólksins. Það er álit allrar íslenskrar al- þýðu, að mestu vandræðin í núver- andi þjóðskipulagi, sé vaxandi at- vinnuleysi meðal æskulýðsins, sem geti leitt unglingana út 1 ýmislegt, sem annars mundi ekki þekkjast. Það er fyrir löngu sannað hið gamla orðtak: „Iðjuleysið er rót alls ills“. Svona félagsskap ætti að mynda í hverju kauptúni landsins, og væri það siðferðileg skylda hlutaðeigandi bæj- arstjórnar og ríkisstjórnar, að taka kröfur þeirra um atvinnumál og ann- að til meðferðar. Reykjavík, 4. nóv. Vilhj. Sveinsson. Chaplin orf Ilitler. Vinur Chaplins kom eitt sinn í heimsókn til hans í vondu skapi. „Hvað gengur að þér, Chaplin minn?“ spurði maðurinn. „Þessi Hitler er áð eyðileggja mig“, muldraði Chaplin. „Hvernig þá“, spurði vinurinn. „Sjáðu nú til“, svaraði Chaplin. „Eg get vel afborið það, að hann api eftir mér skeggið. Og mér er nokkuð sama um það, þó að heimurinn tali næstum því eins mikið um hann eins og mig. — En að menn skuli hlægja og mig. — En, að menn skuli hlægja aldrei sætt mig við“.

x

Rauði fáninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði fáninn
https://timarit.is/publication/333

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.