Rauði fáninn - 01.11.1936, Blaðsíða 8
8
Frá Húiavík
Kjör æskulýðsins eru vond, hann
gengur atvinnulaus, meiri hluta árs-
ins. Það hefir nú alltaf verið venja,
að húsvískur æskulýður gengi at-
vinnulaus yfir veturinn, en sumarið
hefir verið hans aðal bjargvættur, þar
tii nú síðari ár að farið hefir að bera
á atvinnuleysi yfir sumarið, og sér-
staklega í sumar verið litlar tekjur.
Á Húsavík er starfandi eitt íþrótta-
félag (Völsungur). Það er fjölment,
og starf þess hefir stundum verið
gott, en þó hefir það verið of ein-
hliða. Félagið hefir einkum iðkað
knattspyrnu og leikfimi á veturna.
Völsungur hefir átt í harðri baráttu
um það, að fá íþróttavöll, þar til síð-
astliðið haust, að hreppsnefndin sá
sér ekki lengur fært að berjast á
móti þessu nauðsynjamáli æskulýðs-
ins, svo hún lét undan. Og nú hefir
félagið mjög góðan íþróttavöll, svo
það er nú vonandi að starfið breyt-
ist í þá átt að félagið fari að iðka
fleiri og fjölbreyttari íþróttir en það
hefir gert. Það er líka skilyrðið fyr
ir því, að það geti starfað og átt fram-
tíð fyrir höndum.
Á Húsavík er eitt starfandi póli-
tískt æskulýðsfélag (F.U.K.), sem
vonandi tekst að safna utan um sig
öllum róttækum æskulýð, til baráttu
um hagsmunamál sín og gegn fasism-
anum, sem er höfuðóvinur alls frjáls-
lynds æskufólks. Fasisminn hefir það
á stefnuskrá sinni að afnema rit-
írelsið og prentfrelsið meðal íslensku
þjóðarinnar og eyðileggja öll frjáls-
lynd félög, sem hin róttæka æska
hefir skapað sér.
Þess vegna skora eg á allan hús-
vískan æskulýð, án tillits til pólitískra
skoðana að fylkja sér utan um F.U.K.
til baráttu gegn fasismanum, fyrir
lvðræði og frelsi.
S. J.
Frá Ungmennafélögunum
Frh.. frá 3. síðu. ,
grein um þing U. M. F. í. á síðastl.
sumi i, hina nýju stefnuskrá og næstu
verkefnin.
Margar ritgerðir aðrar um ýms
æskulýðsmál eru í þessu hefti, og
mikið af kvæðum, saga eftir Stefán
Jónsson kennara, bókafregnir o.m.fl.
Skinfaxi er nú eina tímaritið á ís-
landi, sem eingöngu fjallar um æsku-
lýðsmál almennt og er í alla staði
hið prýðilegasta rit.
Rauði Fáninn vill hvetja æsku-
RAUÐI FÁNINN
fólk til að lesa Skinfaxa og fylgjast
með málefnum Ungmennafélaganna.
Samfundur
Ungmennafélaganna í Ungmenna-
sambandi Kjalarnesþings var haldinn
hér sunnudaginn 8. þ. m. Voru þar
mættir Ungmennafélagar úr nærsveit-
unum og svo frá U. M. F. Velvakandi
í Rvík. Fundurinn var hinn ánægju-
legasti og fór fram í anda samstarfs
æskunnar í' sveitum og bæjum.
Æskulýðsþingið í Genf.
R. F. birti í sumar grein um friðar-
þing æskunnar, sem halda átti í Genf
í sumar að tilhlutun Þjóðabandalags-
félaganna. Þar mættu fulltrúar frá
margskonar æskulýðsfélögum um all-
an heim, til að ræða friðarbaráttu
æskunnar. Varaforseti U. M. F. í.,
Eiríkur J. Eiríksson kennari við Núps-
skólann, mætti þarna fyrir íslenska
æsku. Mun verða nánar sagt frá þessu
þingi í Rauða Fánanum síðar.
Söngbók alþýðu. — Útgef.
Karlakór Verkamanna. —
Reykjavík 1936
hefir borizt Rauða fánanum.
I þessari nýju alþýðu-söngbók eru
mörg söngljóð, sem ekki hafa birtst
áður, en sem eru tekin út úr bar-
áttu alþýðunnar fyrir frelsi sínu og
fyrir sósíalismanum, ýmist íslenzk
eða þýdd. Við mörg þeirra eru útlend
lög, sem þegar eru sungin af alþýðu
annara landa og hafa hlotið vinsæld-
ir víða um heim, en við nokkur þeirra
eru ný, íslenzk lög. Söngstjóri Karla-
kórs Verkamanna, fél. Hallgrímur
Jakobsson á þarna t. d. fimm lög,
sem munu verða vinsæl meðal alþýð-
unnar á íslandi. Annars er það galli,
að ekki fylgja nótur með söngvun-
um, en K. V. mun hafa í hyggju að
bæta úr því eins fljótt og unnt verð-
ur, með því að gefa út söngbók með
öllum þessum lögum á nótum.
Auk þessara alþýðusöngva, sem
þegar hefir verið minnst á, er þarna
allmikið af gömlum og góðum ís-
lenzkum söngvum, sem flestir eru
tengdir við þjóðfrelsisbaráttuna og
hafa um langt skeið verið sungnir af
Ungmennafélögunum og öðrum frjáls-
huga æskulýð.
Karlakór Verkamanna á miklar
þakkir skilið fyrir það starf, sem í
söngbókina hefir verið lagt, og er
lítill vafi á, að íslenzk alþýða muni
meta það að verðleikum.
Allt æskufólk þarf að eiga Vakna
þú ísland. Hún er ómissandi á öllum
fundum, skemmtunum og í ferðalög
— allstaðar þar sem æskan kemur
saman til að skemmta sér.
J.
verður bezta bók ársins
Bókin kemur út um
næstu mánaðamót.
Gerist áskrifendur strax
Heimskringla
Laugaveg 38.
Sími 2184.
Stormsveitarmaðurinn Timmermann biður eftir því að nasistaforingjarnir efni loforðin.
I
Ú
Vakna þú Island.
htm
Rauðir pennar
II. bindi