Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.1932, Side 2

Skinfaxi - 01.05.1932, Side 2
98 SKTNFAXI ara, liafa þeir gert Þingvelli að liöfuðstað sínum. Þang- að koma yngstu listamenn landsins og búa í tjöldum að fornmanna sið og leitast við að skýra með litum hina stórfenglegu, breytilegu og fögru náttúru. Og þangað koma engu síður reyndustu og þroskuðustu listamenn landsins, og einn af þeim þekktustu liefir síð- ustu tvö sumurin málað þar ágætar myndir, sem skipta tugum að tölu. Frá engum stað á íslandi eru nú þeg- ar til jafn mörg merkileg málverk og frá Þingvöllum, og þó eru engin tvö af þessum listaverkum beinlínis h'k. Fjölbrevtni náttúrunnar á Þingvöllum, og Jiin skjótu og undursamlegu litbrigði virðast vera ótæm- andi guilnáma fvrir íslenzka málara og líkleg til að geta verið það, meðan menning helzt í landinu. í fornöld virðist mestallt láglendi i Þingvallasveit liafa verið vaxið skógi, nema grundir þær meðfram Almannagjá, sem Öxará lieíir myndað með framburði sínum og staðurinn dregur nafn af. 1 þessu skóglendi voru mörg býli, allt norður til f jalla, þar sem nú eru blásin hraun og eyðisandar. Engjar voru litlar á ná- lega öllum þessum jörðum og búskapurinn lilaut fyrst og fremst að byggjast á því, að beila skóginn. Þelta var gert. Búsmalinn eyddi skóginn meir og meir. Að sama skapi blés landið upp og býlin eyddust livert af öðru. Þegar Alþingi hélt þúsund ára liálíð sína voru jarðirnar í Þingvallahrauni ekld nema þrjár, prest- setrið Þingvcllir, Skógarkot og Hrauntún. Á öllum þessum jörðum byggðist atvinnulifið fyrst og fremst á því, að beita skóginn, enda voru tvær af þessum jörðum næsta engja-litlar. Sauðfjárbeitin var þess vegna vel á veg komin með að eyðileggja hið forna skóglendi í ])essari fræguslu byggð á íslandi. Fjölnismenn endurvöktu þjóðernistilfinningu Islend- inga, og lögðu grundvöllinn að bókmenntum, stjórn- frelsi og nútímamenningu og sjálfstæði Islendinga. í augum þeirra var Þingyöllur heilagur staður. Það liafði

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.