Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1932, Síða 4

Skinfaxi - 01.05.1932, Síða 4
100 SKINFAXI all-langa stund Ivö liin áhrifamestu félög. Ungmenna- félögin erfðu frá Fjölnismönnum og leiðtogum stjórn- málabaráttunnar viðhorfið lil Þingvalla. í augum þess- ara ungu hugsjónamanna var Þingvöllur iielgistaður þjóðarinnar, hinn glæsilegi bergkastaii þjóðernis og sjálfstæðis. I augum þeirra var lirörnun staðarins, upp- blástur sveitarinnar, eyðing skóganna og iiin hrörlegu og iítl listrænu mannaverk á Þingvöllum táknmvnd um niðurlægingu þjóðarinnar. í liugum þeirra varð endurreisn Þingvalla sameinandi merki í baráttunni fyrir þeirri gla'silegu þjóðarframlíð, er þeir létu sig dreyma um. Einn af þessum ungu draumsjónamönnum var pilt- ur alinn upp norður i Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Hann var skógræktarmaður á sumrin og kennari á vetrum við barnaskólann i Reykjavík. Þessi maður var Guð- mundur Davíðsson, höfundur hugmyndarinnar um þjóðgarð á Þingvöllum. Nú liðu nokkur ár. Guðm. Davíðsson vann með þrautseigri elju að því, að fræða landa sína um það, hvað þjóðgarður væri, og hvers vegna svo vel ætti við að friða Þingvallaliraun að nýju og láta það verða aftur helgistað íslendinga. í þessari baráttu varð hon- um hinn mesti styrkur að samherjum sínum i ung- mennafélögunum víðs vegar um landið. Þeir unnu lika Þingvöllum og þeir tryggðu stefnunni meira fylgi, el't- ir því sem árin liðu. Og þess var fidl þörf, því að Þingvellir urðu nú á vegi nýrrar og aðsteðjandi hættu. Akvegur hafði ver- ið lagður til Þingvalla. Ferðamannastraumurinn fór að beinasl þangað. Um aldamótin hafði verið byggt fremur iítilfjörlegt gistihús, í miðri þinghelginni, skírt veglegu nafni og kallað Valhöll. Litlu síðar lét landið reisa fremur ólánlegt timburskýli við vellina, neðan við fossinn. Þella skýli var kallað konungshús, af því að konungur landsins hafði eitt sinn gisl þar. Annars

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.