Skinfaxi - 01.12.1966, Side 3
Kristján Ingólfsson.
á Austurlandi
Ungmenna og íþróttasamband Aust-
urlands hefur undanfarið unnið gott
starf við erfiðar aðstæður, og gert á-
tök, sem vakið hafa verðuga athygli.
Augu ungmennafélaga hljóta á næst-
unni að beinast í æríkara mæli aust-
ur þangað, því að ÚÍA mun sjá um
undirbúning framkvæmda næsta
landsmóts UMFÍ, sem haldið verður
að Eiðum 1968.
Af þessu tilefni náði Skinfaxi tali
af formanni UÍA, Kristjáni Ingólfs-
syni skólastjóra á Eskifriði, og spurði
^ann um starfið á Austurlandi og
hug ungmennafélaganna þar til
naesta landsmóts.
■— Við höfum undanfarin ár verið
að byggja upp félags og íþróttastarf,
sem komið var í ördeyðu. Það þarf
stórt átak til að vinna þetta starf upp,
en við höfum fengið hvatningu og
styrk frá almenningi og yfirvöldum
a Austurlandi, sem hafa látið okkur
íinna að þessir aðilar meta viðleitni
forystu ungemnnafélaganna til að
efla þetta starf.
— Hvers vegna var ástandið orðið
svona slæmt?
—1 í Austfirðingafjórðungi öllum
skinfaxi
búa aðeins 5,61 prósent þjóðarinnar,
en þaðan kemur Vz af allri útflutn-
ingsframleiðslu landsmanna. Það leið-
ir af líkum, að fólkið á Austurlandi
hefur mikið að gera. Síldveiðarnar,
síldarvinnslan og öll uppbyggingin í
kringum þetta kallar til sín hverja
einustu vinnufæra hönd jafnt til sjáv-
ar og sveitar. Það gefur að skilja að
þetta vinnukapphlaup gefur lítið
næði til félagsstarfa eða tómstunda-
iðju. En þetta ástand getur þó ekki
varað lengi án þess að sterkar raddir
krefjist þess að eðlileg og nauðsyn-
leg félagsleg þörf æskunnar fái heil-
brigða útrás.
Fyrstu árin eftir að hin mikla síld-
veiði fyrir Austurlandi hófst lá allt
starf UÍA niðri að mestu leyti. Nú eru
málin aftur á góðri leið fram á við,
og við erum vongóðir. Við finnum
allstaðar velvilja og stuðning almenn-
ings, og ég er viss um, að ekkert sam-
band nýtur eins góðs skilnings opin-
berra ráðamanna í héraði og við.
— Hver eru helztu vandamálin í
ykkar uppbyggingarstarfi?
— Útvegun íþróttakennara veldur
okkur mestum vanda núna. Við höf-
3